Berjaforkólfar fyrir dóm vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 10:22 Finnar taka ber og berjatínslu afar alvarlega. Vísir/Getty Réttarhöld yfir forstjóra stærsta berjafyrirtækis Finnlands og taílenskum viðskiptafélaga hans vegna mansals á berjatínslufólki hófust í Lapplandi í dag. Slæmur aðbúnaður farandverkamanna í finnska berjaiðnaðinum hefur verið í brennidepli síðustu ár. Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð. Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð.
Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira