Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:30 Steven Bergwijn og Memphis Depay á Evrópumótinu í sumar. Hvorugur þeirra er í hollenska hópnum sem mætir Bosníu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni 7. og 10. september. Getty/Rene Nijhuis Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti