Lífið

Stíl­hreinn glæsi­leiki í Hafnar­firði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Dökkar innréttingar og ljósar flísar á gólfum mynda fallega heildarmynd í húsinu.
Dökkar innréttingar og ljósar flísar á gólfum mynda fallega heildarmynd í húsinu.

Við Mávahraun í Hafnarfirði er að finna 267 fermetra einbýlishús á einni hæð sem var byggt árið 2002. Búið er að endurnýjað eignina að miklu leyti þar sem nostrað hefur verið við hvert smáatriði.

Svartur, hvítur og jarðlita tónar ráða ríkjum á þessu fallega heimili sem hefur verið innréttað á smekklegan máta.

Eldhús, borðstofa og stofa flæða saman á heillandi máta þar sem ljósar flísar á gólfum tengja rýmin.

Fallegar sérsmíðaðar innréttingar prýða eldhúsið, annars vegar í dökkgráu og hins vegar í eik sem nær frá gólfi upp í loft. Þar er að finna búrskáp, tækjaskáp, heilan innbyggðan kæliskáp, bakaraofn og combiofn í vinnuhæð. 

Borðstofan myndar hjarta hússins við enda eldhússins þar sem birtan skín inn rýmið um bogadreginn glugga sem setur sjarmerandi heildarsvip á rýmið. Á gólfum eru ljósar flísar sem flæða á milli rýma sem myndar ákveðna heildarmynd.

Þaðan er opið inn í stofuna þar sem svört hurð með frönskum gluggum stelur senunni. Aukin lofthæð er í stofurýminu sem er rúmgott og bjart með stórum gluggum. Þaðan er útgengt á gróinn garð með verönd.

Í húsinu eru fjögur rúmgóð svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ásett verð er 192,5 milljónir.

Nánar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.