„Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 16:15 Viðar Örn Kjartansson er kominn í gang og það gæti reynst KA dýrmætt nú þegar styttist í bikarúrslitaleik. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson hefur verið að gera góða hluti með KA undanfarið og skorað fimm mörk í Bestu deildinni í fótbolta á rétt rúmum mánuði. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í vikunni. Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02