„Fullkomið frá upphafi til enda, svo ekki sé minna sagt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. september 2024 07:03 Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Páll Reynisson áttu drauma brúðkaup og fóru í dásamlega brúðkaupsferð. Íris Dögg „Dagurinn líður hjá á ljóshraða og mitt besta ráð er að sleppa takinu, treysta ferlinu og njóta,“ segir hin nýgifta Fanney Ingvarsdóttir. Hún giftist ástinni sinni Teiti Páli Reynissyni í Gamla Bíói í ágúst og var dagurinn draumi líkastur. Blaðamaður ræddi við Fanneyju um stóra daginn og brúðkaupsferðina sem sprengdi skalann á rómantíkinni. Fanney Ingvarsdóttir er stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bioeffect og Teitur Páll Reynisson starfar sem viðskiptastjóri hjá Landsbankanum. Þau hafa verið saman í mörg ár og eiga saman tvö börn. Brúðkaupið fór fram í Dómkirkjunni og veislan í Gamla Bíói. Hér má sjá fallegt myndband af stóra deginum hjá þeim: Klippa: Drauma brúðkaup Fanneyjar Ingvars og Teits Páls Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst 7. janúar 2023. Við höfðum farið á stefnumót í miðbænum og þegar heim var komið hellti Teitur víni í glös, setti tónlist á og kraup á hné. Flókið var það ekki en fullkomið og ég var ekki lengi að segja já. View this post on Instagram A post shared by Fanney Ingvarsdottir (@fanneyingvars) Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Stuttu eftir trúlofun fórum við að ræða brúðkaupið okkar. Við vorum fljótlega sammála um að Dómkirkjan og Gamla Bíó væru staðirnir sem okkur langaði að gifta okkur á. Við sáum því ekki ástæðu til annars en að bóka það strax og geta þá frekar afbókað ef að okkur snerist hugur. Teitur og Fanney vissu að Dómkirkjan og Gamla Bíó væru algjörlega málið fyrir þau.Íris Dögg Tíminn frá því að við bókum þessa staði og fram til brúðkaupsdags er um eitt og hálft ár sem er sennilega í lengri kantinum. En okkur fannst eftir á að hyggja ótrúlega gott að gera þetta tímanlega. Undirbúningurinn varð fyrir vikið aldrei yfirþyrmandi en við hökuðum í boxin hægt og rólega. Þó það sé auðvitað alltaf eitthvað sem ekki er hægt að vinna sér í haginn og þarf að bíða fram að síðustu stundu en ég tel okkur hafa skipulagt þetta vel og tíminn var okkur góður. Falleg fjölskylda! Teitur og Fanney ásamt börnunum sínum. Þau skipulögðu brúðkaupið á góðum tíma og segja það hafa unnið vel með sér.Íris Dögg Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var fullkominn frá upphafi til enda, svo ekki sé minna sagt. Ég hóf daginn í Reykjavík Makeup School þar sem ég undirbjó mig ásamt dóttur minni, mömmu, systrum og nánustu vinkonum. Fanney skálaði með sínum nánustu konum.Íris Dögg Við áttum þar dásamlega stund, skáluðum og borðuðum hádegismat. Teitur átti slíka stund heima hjá okkur með syni okkar, foreldrum og nánustu vinum. Teitur ásamt sínum bestu mönnum.Íris Dögg Athöfnin hófst klukkan 15:00 í Dómkirkjunni þar sem séra Jóna Hrönn gifti okkur við afar skemmtilega en í senn fallega athöfn og Jón Jónsson söng. Þetta augnablik þegar maður gengur inn kirkjugólfið leiðandi föður sinn, með fulla kirkju af fólki sem stendur manni næst og maðurinn sem maður elskar er uppi við altari er engu líkt og er minning sem ég mun leggja mig alla fram við að halda fast í þar til fram líða stundir. Kolbrún Anna dóttir Fanneyjar og Teits glæsileg í hvítum kjól í brúðarbílnum.Aðsend Eftir athöfn fórum við í myndatöku og þaðan héldum við svo í Gamla Bíó þar sem veislan var haldin. Við Teitur eigum okkar bestu vinum, Kötlu Þorgeirsdóttur og Fannari Sveinssyni, afar mikið að þakka en þau voru veislustjórar og héldu utan um besta partý sem ég hef á ævi minni farið í. Eyfi og Stebbi sungu fyrir gesti í fordrykk, foreldrar okkar héldu dásamlegar ræður og Jóna, tengdamamma endaði sína með innkomu lúðrasveitar. Gjörsamlega stórkostlegt. Það var mikið líf og fjör í brúðkaupinu!Íris Dögg Kristmundur Axel mætti óvænt í kjölfar ræðu hjá vinkonum mínum og Jón Jónsson snillingur söng einnig yfir borðhaldinu. Meiriháttar ræður frá vinum og fjölskyldu eru okkur eftirminnilegar, við skárum brúðartertu og tókum fyrsta dans eins og gengur og gerist og hófst að lokum stórkostlegt partý. Herra Hnetusmjör tróð þar upp og óvænt atriði litu dagsins ljós sem við erum svo þakklát fyrir. Við Teitur erum bæði með sterkar skoðanir og spáum mikið í smáatriðum. Við völdum vel þegar kom að mat, víni, drykkjum og þess háttar en Lúx veitingar, sannkallaðir meistarakokkar, sáu um matinn sem vakti mikla lukku meðal gesta. Teitur og Fanney voru í skýjunum með veitingar og blómaskreytingar.Íris Dögg Við völdum að fara ítalska leið í forrétt og eftirrétt sem heppnaðist stórkostlega, og pöruðum með ítölsku víni. Við bókuðum Reykjavík Cocktails sem mér þótti krydda partýið svo um munaði og vera ómissandi partur af veislunni. Reykjavik Cocktails stóðu fyrir sínu.Íris Dögg Þvílíkir fagmenn og stórkostlegir drykkir. Það að fara í smakk á þessa staði, bæði hjá Lúx og Rvk Cocktails er til dæmis eitt af því eftirminnilega í undirbúningnum hjá okkur Teiti. Ótrúlega skemmtilegt. Eftir fullkominn dag héldum við á Parliament Hotel þar sem við eyddum brúðkaupsnóttinni. Við ákváðum snemma að framlengja brúðkaupsnóttinni í tvær nætur, það var dásamlegt. Allar þessar tilfinningar, spennufall lífsins í bland við að upplifa þakklæti sem maður nær ekki utan um, svífandi hátt á bleikasta skýinu, eru tilfinningar sem voða gott er að fá svigrúm til að ná utan um með engum skyldum að gegna. Það var ein af betri ákvörðunum í skipulaginu verð ég að segja. Við slökuðum á, fórum yfir brúðkaupið, ásamt því að fara í spa og góðan kvöldverð og náðum þannig að lenda saman eftir þennan stórkostlega dag. Það fór heldur betur vel um nýgiftu hjónin á Parliament hótelinu.Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Já og nei. Líkt og ég kom inn á erum við bæði með sterkar skoðanir og skipulagið fyrir brúðkaupið var þar engin undantekning. En það er líka gaman að dagurinn var uppskera vinnu sem við höfðum bæði lagt jafn mikið í og við vorum svo ólýsanlega ánægð með! Rökræðurnar urðu alltaf til þess að útkoman varð sú besta. Fanney og Teitur þurftu einstaka sinnum að rökræða hvernig brúðkaupið ætti að vera en það varð til þess að útkoman varð fullkomin.Íris Dögg Hvað stendur upp úr? Allt! Er skrítið að segja þakklæti? Allt fólkið okkar sem kom að deginum og hjálpaði okkur að gera daginn jafn fullkominn og hann var stendur upp úr. Ég á mjög erfitt með að nefna eitthvað eitt atriði þar sem öll augnablik dagsins standa upp úr. Frá því að ég klæddi mig í kjólinn, horfði á eftir börnunum mínum ganga inn kirkjugólfið þar sem ég fylgdi svo á eftir, yfir í partýið í heild sinni, allar ræður og öll atriðin. Fanney rétt fyrir stóru stundina.Íris Dögg Gleðin og ástin sem var svo áberandi frá upphafi til enda stendur klárlega upp úr. Fanney segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr frá fullkomnum degi sem einkenndist af gleði og ást.Íris Dögg Var eitthvað sem kom mest á óvart? Nei, í rauninni ekki. Við Teitur höfðum skipulagt allt í þaula með frábæru fólki svo við vorum búin að undirbúa daginn vel. Það er að minnsta kosti ekkert sem kemur fljótt upp í hugann. Hjúin höfðu undirbúið allt mjög vel og ekkert kom á óvart.Íris Dögg Hvernig gekk að velja kjólinn? Það gekk vonum framar! Ég var frekar blaut á bak við eyrun í upphafi og ekki búin að kynna mér úrvalið á Íslandi. Einhverra hluta vegna hélt ég að draumakjólinn þyrfti að finna erlendis. Ég var um víðan völl í pælingum og með augastað á mörg afar ólík snið af kjólum. Ég bókaði í mátun hjá Loforð og var aðallega að fara í þeim tilgangi til að máta mismunandi snið og finna í hverju mér liði best. Stórglæsilegar mæðgur, Kolbrún Anna og Fanney.Íris Dögg Í minni fyrstu heimsókn fann ég kjólinn. Ég var með mömmu, systrum og nánustu vinkonum og allar með tölu voru sammála um að kjóllinn væri fundinn. Ég svaf auðvitað á þessu í dágóðan tíma, fór aftur og mátaði fleiri snið en hver mátun gerði mig öruggari með ákvörðunina, mér snerist aldrei hugur. Elsku Ásdís og Íris hjá Loforð gerðu þessar heimsóknir ómetanlegar. Ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um alla hlýjuna frá þeim, í senn öll ómetanlegu ráðin og faglegu vinnubrögðin. Þetta er svo stór ákvörðun og ég mun alltaf vera þakklát fyrir það að þær hafi gert þennan undirbúning fyrir mig jafn dásamlegan og hann var. Fanney fann drauma kjólinn í Loforð.Íris Dögg Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann en það helsta er ráð sem ég fékk sjálf reglulega í aðdraganda stóra dagsins og skil nú manna best. Það að njóta hverrar einustu mínútu er mikilvægasti parturinn af öllu þegar stóri dagurinn rennur upp. Fanney átti dásamlega morgunstund með sínum nánustu fyrir brúðkaupið. Hún mælir með því að passa vel að njóta hverrar einustu stundar á stóra deginum.Íris Dögg Dagurinn líður hjá á ljóshraða og mitt besta ráð er að sleppa takinu, treysta ferlinu og njóta. Við vorum búin að minna okkur á það reglulega í aðdraganda stóra dagsins og ég held að það hafi tekist fullkomlega hjá okkur, sem ég er svo þakklát fyrir. Annað er að fá aðstoð. Við fengum salinn afhentan samdægurs og fyrir vikið bókaði ég aðstoð þar sem ég vildi að dagurinn okkar brúðhjóna snerist um að njóta frá upphafi dags. Blómstra, blómaskreytingarfyrirtækið sem við vorum með, komu og stilltu upp öllum blómaskreytingum í salnum á meðan Lára hjá Skreytingaþjónustunni sá um aðrar skreytingar í sal, Rentaparty kom og stillti upp photobooth, Gamla Bíó dekkaði borðin og svo framvegis. Salurinn var hinn glæsilegasti.Íris Dögg Þetta var púsl sem við skipulögðum vel með fyrirtækjunum en tilfinningin var svo góð þegar maður gat með góðri samvisku látið verkefnin í þeirra hendur. Augnablikið þegar við stigum inn í salinn var dásamlegt. Hann var svo fallegur og nákvæmlega eins og við vildum hafa hann. Eins finnst mér líka mikilvægt að nefna að það er engin ein uppskrift af brúðkaupi. Við Teitur vorum snemma sammála um að við vildum halda brúðkaup af þessu tagi svo það var okkar markmið og ákvörðun. Við leyfðum okkur að kafa djúpt ofan í öll smáatriði og skapa stemninguna sem við sáum fyrir okkur. Fanney og Teitur voru þakklát fyrir það að hafa bókað aðstoð við uppsetningu og segir sömuleiðis mikilvægt að muna að það sé engin ein uppskrift að brúðkaupi.Íris Dögg Brúðkaup eru alltaf stórkostleg, sama af hvaða gerð þau eru. Það eru brúðhjónin sjálf og fólkið þeirra sem skapar stemninguna. Það að fagna ástinni er alltaf skemmtilegasta partý í heimi! Hvert fóruð þið í brúðkaupsferð og hvernig ákváðuð þið staðsetninguna? Við fórum til Ítalíu, til Como nánar tiltekið og gistum á Hilton Lake Como. Við Teitur höfum verið svo lánsöm að ferðast saman til Ítalíu í nokkur skipti og elskum að vera þar. Við elskum matinn, vínið og fallega umhverfið. Fanney og Teitur elska Ítalíu og nutu sín vel í brúðkaupsferðinni.Aðsend Við vorum í brúðkaupi á Lake Como fyrir fimm árum og gistum á þessu sama hóteli. Skemmtileg staðreynd er að við ræddum það þá að þetta hótel væri drauma hótel til að eyða brúðkaupsferðinni á einn daginn. Það er því gaman að það hafi orðið að veruleika. Við ræddum vissulega aðra staði en enduðum á þeirri niðurstöðu að þetta væri fríið sem við værum að sækjast í. Að geta með góðri samvisku slakað á í fallegu umhverfi og þurfa ekki að vera á neinum þeytingi eða að elta helstu kennileiti. Fanney og Teitur þekkja til í Lake Como og gátu slakað vel á í drauma umhverfi.Aðsend Eftir allt umstangið í kringum brúðkaupið var það okkar draumur. Með því að fara í brúðkaupsferð svona beint í kjölfarið leið okkur eins og við værum að framlengja brúðkaupið. Einn dagur eftir allan þennan undirbúning er meira en þess virði að mjólka aðeins og var besta ákvörðun í heimi. Rómó í Como!Aðsend Mælirðu með Lake Como í brúðkaupsferð? Já, ekki spurning. Við eyddum okkar tíma að mestu í Como núna en það er svo margt annað fallegt við Lake Como. Bátsferðin stóð upp úr.Aðsend Bellagio er til dæmis sannarlega þess virði að heimsækja en við eyddum tíma þar fyrir fimm árum og keyrðum mikið um. Að leigja bát finnst mér líka nauðsynlegt og mæli með því við alla sem að heimsækja Lake Como. Fanney segir dásamlegt að leigja bát í Como.Aðsend Hvað stendur upp úr frá ferðinni? Það sem er sennilega eftirminnilegast er bátsferðin okkar um Lake Como. Það var sannkallaður draumur svo ekki sé minna sagt og fegurðin ólýsanleg! Ég verð einnig að segja stundirnar við sundlaugina á hótelinu, með góða bók eða í sudoku, með rósavín og klúbbsamloku, algjörlega best og nákvæmlega það sem við fórum út til að gera. Nýgift á Ítalíu!Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Fanney Ingvarsdóttir er stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bioeffect og Teitur Páll Reynisson starfar sem viðskiptastjóri hjá Landsbankanum. Þau hafa verið saman í mörg ár og eiga saman tvö börn. Brúðkaupið fór fram í Dómkirkjunni og veislan í Gamla Bíói. Hér má sjá fallegt myndband af stóra deginum hjá þeim: Klippa: Drauma brúðkaup Fanneyjar Ingvars og Teits Páls Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst 7. janúar 2023. Við höfðum farið á stefnumót í miðbænum og þegar heim var komið hellti Teitur víni í glös, setti tónlist á og kraup á hné. Flókið var það ekki en fullkomið og ég var ekki lengi að segja já. View this post on Instagram A post shared by Fanney Ingvarsdottir (@fanneyingvars) Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Stuttu eftir trúlofun fórum við að ræða brúðkaupið okkar. Við vorum fljótlega sammála um að Dómkirkjan og Gamla Bíó væru staðirnir sem okkur langaði að gifta okkur á. Við sáum því ekki ástæðu til annars en að bóka það strax og geta þá frekar afbókað ef að okkur snerist hugur. Teitur og Fanney vissu að Dómkirkjan og Gamla Bíó væru algjörlega málið fyrir þau.Íris Dögg Tíminn frá því að við bókum þessa staði og fram til brúðkaupsdags er um eitt og hálft ár sem er sennilega í lengri kantinum. En okkur fannst eftir á að hyggja ótrúlega gott að gera þetta tímanlega. Undirbúningurinn varð fyrir vikið aldrei yfirþyrmandi en við hökuðum í boxin hægt og rólega. Þó það sé auðvitað alltaf eitthvað sem ekki er hægt að vinna sér í haginn og þarf að bíða fram að síðustu stundu en ég tel okkur hafa skipulagt þetta vel og tíminn var okkur góður. Falleg fjölskylda! Teitur og Fanney ásamt börnunum sínum. Þau skipulögðu brúðkaupið á góðum tíma og segja það hafa unnið vel með sér.Íris Dögg Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var fullkominn frá upphafi til enda, svo ekki sé minna sagt. Ég hóf daginn í Reykjavík Makeup School þar sem ég undirbjó mig ásamt dóttur minni, mömmu, systrum og nánustu vinkonum. Fanney skálaði með sínum nánustu konum.Íris Dögg Við áttum þar dásamlega stund, skáluðum og borðuðum hádegismat. Teitur átti slíka stund heima hjá okkur með syni okkar, foreldrum og nánustu vinum. Teitur ásamt sínum bestu mönnum.Íris Dögg Athöfnin hófst klukkan 15:00 í Dómkirkjunni þar sem séra Jóna Hrönn gifti okkur við afar skemmtilega en í senn fallega athöfn og Jón Jónsson söng. Þetta augnablik þegar maður gengur inn kirkjugólfið leiðandi föður sinn, með fulla kirkju af fólki sem stendur manni næst og maðurinn sem maður elskar er uppi við altari er engu líkt og er minning sem ég mun leggja mig alla fram við að halda fast í þar til fram líða stundir. Kolbrún Anna dóttir Fanneyjar og Teits glæsileg í hvítum kjól í brúðarbílnum.Aðsend Eftir athöfn fórum við í myndatöku og þaðan héldum við svo í Gamla Bíó þar sem veislan var haldin. Við Teitur eigum okkar bestu vinum, Kötlu Þorgeirsdóttur og Fannari Sveinssyni, afar mikið að þakka en þau voru veislustjórar og héldu utan um besta partý sem ég hef á ævi minni farið í. Eyfi og Stebbi sungu fyrir gesti í fordrykk, foreldrar okkar héldu dásamlegar ræður og Jóna, tengdamamma endaði sína með innkomu lúðrasveitar. Gjörsamlega stórkostlegt. Það var mikið líf og fjör í brúðkaupinu!Íris Dögg Kristmundur Axel mætti óvænt í kjölfar ræðu hjá vinkonum mínum og Jón Jónsson snillingur söng einnig yfir borðhaldinu. Meiriháttar ræður frá vinum og fjölskyldu eru okkur eftirminnilegar, við skárum brúðartertu og tókum fyrsta dans eins og gengur og gerist og hófst að lokum stórkostlegt partý. Herra Hnetusmjör tróð þar upp og óvænt atriði litu dagsins ljós sem við erum svo þakklát fyrir. Við Teitur erum bæði með sterkar skoðanir og spáum mikið í smáatriðum. Við völdum vel þegar kom að mat, víni, drykkjum og þess háttar en Lúx veitingar, sannkallaðir meistarakokkar, sáu um matinn sem vakti mikla lukku meðal gesta. Teitur og Fanney voru í skýjunum með veitingar og blómaskreytingar.Íris Dögg Við völdum að fara ítalska leið í forrétt og eftirrétt sem heppnaðist stórkostlega, og pöruðum með ítölsku víni. Við bókuðum Reykjavík Cocktails sem mér þótti krydda partýið svo um munaði og vera ómissandi partur af veislunni. Reykjavik Cocktails stóðu fyrir sínu.Íris Dögg Þvílíkir fagmenn og stórkostlegir drykkir. Það að fara í smakk á þessa staði, bæði hjá Lúx og Rvk Cocktails er til dæmis eitt af því eftirminnilega í undirbúningnum hjá okkur Teiti. Ótrúlega skemmtilegt. Eftir fullkominn dag héldum við á Parliament Hotel þar sem við eyddum brúðkaupsnóttinni. Við ákváðum snemma að framlengja brúðkaupsnóttinni í tvær nætur, það var dásamlegt. Allar þessar tilfinningar, spennufall lífsins í bland við að upplifa þakklæti sem maður nær ekki utan um, svífandi hátt á bleikasta skýinu, eru tilfinningar sem voða gott er að fá svigrúm til að ná utan um með engum skyldum að gegna. Það var ein af betri ákvörðunum í skipulaginu verð ég að segja. Við slökuðum á, fórum yfir brúðkaupið, ásamt því að fara í spa og góðan kvöldverð og náðum þannig að lenda saman eftir þennan stórkostlega dag. Það fór heldur betur vel um nýgiftu hjónin á Parliament hótelinu.Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Já og nei. Líkt og ég kom inn á erum við bæði með sterkar skoðanir og skipulagið fyrir brúðkaupið var þar engin undantekning. En það er líka gaman að dagurinn var uppskera vinnu sem við höfðum bæði lagt jafn mikið í og við vorum svo ólýsanlega ánægð með! Rökræðurnar urðu alltaf til þess að útkoman varð sú besta. Fanney og Teitur þurftu einstaka sinnum að rökræða hvernig brúðkaupið ætti að vera en það varð til þess að útkoman varð fullkomin.Íris Dögg Hvað stendur upp úr? Allt! Er skrítið að segja þakklæti? Allt fólkið okkar sem kom að deginum og hjálpaði okkur að gera daginn jafn fullkominn og hann var stendur upp úr. Ég á mjög erfitt með að nefna eitthvað eitt atriði þar sem öll augnablik dagsins standa upp úr. Frá því að ég klæddi mig í kjólinn, horfði á eftir börnunum mínum ganga inn kirkjugólfið þar sem ég fylgdi svo á eftir, yfir í partýið í heild sinni, allar ræður og öll atriðin. Fanney rétt fyrir stóru stundina.Íris Dögg Gleðin og ástin sem var svo áberandi frá upphafi til enda stendur klárlega upp úr. Fanney segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr frá fullkomnum degi sem einkenndist af gleði og ást.Íris Dögg Var eitthvað sem kom mest á óvart? Nei, í rauninni ekki. Við Teitur höfðum skipulagt allt í þaula með frábæru fólki svo við vorum búin að undirbúa daginn vel. Það er að minnsta kosti ekkert sem kemur fljótt upp í hugann. Hjúin höfðu undirbúið allt mjög vel og ekkert kom á óvart.Íris Dögg Hvernig gekk að velja kjólinn? Það gekk vonum framar! Ég var frekar blaut á bak við eyrun í upphafi og ekki búin að kynna mér úrvalið á Íslandi. Einhverra hluta vegna hélt ég að draumakjólinn þyrfti að finna erlendis. Ég var um víðan völl í pælingum og með augastað á mörg afar ólík snið af kjólum. Ég bókaði í mátun hjá Loforð og var aðallega að fara í þeim tilgangi til að máta mismunandi snið og finna í hverju mér liði best. Stórglæsilegar mæðgur, Kolbrún Anna og Fanney.Íris Dögg Í minni fyrstu heimsókn fann ég kjólinn. Ég var með mömmu, systrum og nánustu vinkonum og allar með tölu voru sammála um að kjóllinn væri fundinn. Ég svaf auðvitað á þessu í dágóðan tíma, fór aftur og mátaði fleiri snið en hver mátun gerði mig öruggari með ákvörðunina, mér snerist aldrei hugur. Elsku Ásdís og Íris hjá Loforð gerðu þessar heimsóknir ómetanlegar. Ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um alla hlýjuna frá þeim, í senn öll ómetanlegu ráðin og faglegu vinnubrögðin. Þetta er svo stór ákvörðun og ég mun alltaf vera þakklát fyrir það að þær hafi gert þennan undirbúning fyrir mig jafn dásamlegan og hann var. Fanney fann drauma kjólinn í Loforð.Íris Dögg Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Það er ýmislegt sem kemur upp í hugann en það helsta er ráð sem ég fékk sjálf reglulega í aðdraganda stóra dagsins og skil nú manna best. Það að njóta hverrar einustu mínútu er mikilvægasti parturinn af öllu þegar stóri dagurinn rennur upp. Fanney átti dásamlega morgunstund með sínum nánustu fyrir brúðkaupið. Hún mælir með því að passa vel að njóta hverrar einustu stundar á stóra deginum.Íris Dögg Dagurinn líður hjá á ljóshraða og mitt besta ráð er að sleppa takinu, treysta ferlinu og njóta. Við vorum búin að minna okkur á það reglulega í aðdraganda stóra dagsins og ég held að það hafi tekist fullkomlega hjá okkur, sem ég er svo þakklát fyrir. Annað er að fá aðstoð. Við fengum salinn afhentan samdægurs og fyrir vikið bókaði ég aðstoð þar sem ég vildi að dagurinn okkar brúðhjóna snerist um að njóta frá upphafi dags. Blómstra, blómaskreytingarfyrirtækið sem við vorum með, komu og stilltu upp öllum blómaskreytingum í salnum á meðan Lára hjá Skreytingaþjónustunni sá um aðrar skreytingar í sal, Rentaparty kom og stillti upp photobooth, Gamla Bíó dekkaði borðin og svo framvegis. Salurinn var hinn glæsilegasti.Íris Dögg Þetta var púsl sem við skipulögðum vel með fyrirtækjunum en tilfinningin var svo góð þegar maður gat með góðri samvisku látið verkefnin í þeirra hendur. Augnablikið þegar við stigum inn í salinn var dásamlegt. Hann var svo fallegur og nákvæmlega eins og við vildum hafa hann. Eins finnst mér líka mikilvægt að nefna að það er engin ein uppskrift af brúðkaupi. Við Teitur vorum snemma sammála um að við vildum halda brúðkaup af þessu tagi svo það var okkar markmið og ákvörðun. Við leyfðum okkur að kafa djúpt ofan í öll smáatriði og skapa stemninguna sem við sáum fyrir okkur. Fanney og Teitur voru þakklát fyrir það að hafa bókað aðstoð við uppsetningu og segir sömuleiðis mikilvægt að muna að það sé engin ein uppskrift að brúðkaupi.Íris Dögg Brúðkaup eru alltaf stórkostleg, sama af hvaða gerð þau eru. Það eru brúðhjónin sjálf og fólkið þeirra sem skapar stemninguna. Það að fagna ástinni er alltaf skemmtilegasta partý í heimi! Hvert fóruð þið í brúðkaupsferð og hvernig ákváðuð þið staðsetninguna? Við fórum til Ítalíu, til Como nánar tiltekið og gistum á Hilton Lake Como. Við Teitur höfum verið svo lánsöm að ferðast saman til Ítalíu í nokkur skipti og elskum að vera þar. Við elskum matinn, vínið og fallega umhverfið. Fanney og Teitur elska Ítalíu og nutu sín vel í brúðkaupsferðinni.Aðsend Við vorum í brúðkaupi á Lake Como fyrir fimm árum og gistum á þessu sama hóteli. Skemmtileg staðreynd er að við ræddum það þá að þetta hótel væri drauma hótel til að eyða brúðkaupsferðinni á einn daginn. Það er því gaman að það hafi orðið að veruleika. Við ræddum vissulega aðra staði en enduðum á þeirri niðurstöðu að þetta væri fríið sem við værum að sækjast í. Að geta með góðri samvisku slakað á í fallegu umhverfi og þurfa ekki að vera á neinum þeytingi eða að elta helstu kennileiti. Fanney og Teitur þekkja til í Lake Como og gátu slakað vel á í drauma umhverfi.Aðsend Eftir allt umstangið í kringum brúðkaupið var það okkar draumur. Með því að fara í brúðkaupsferð svona beint í kjölfarið leið okkur eins og við værum að framlengja brúðkaupið. Einn dagur eftir allan þennan undirbúning er meira en þess virði að mjólka aðeins og var besta ákvörðun í heimi. Rómó í Como!Aðsend Mælirðu með Lake Como í brúðkaupsferð? Já, ekki spurning. Við eyddum okkar tíma að mestu í Como núna en það er svo margt annað fallegt við Lake Como. Bátsferðin stóð upp úr.Aðsend Bellagio er til dæmis sannarlega þess virði að heimsækja en við eyddum tíma þar fyrir fimm árum og keyrðum mikið um. Að leigja bát finnst mér líka nauðsynlegt og mæli með því við alla sem að heimsækja Lake Como. Fanney segir dásamlegt að leigja bát í Como.Aðsend Hvað stendur upp úr frá ferðinni? Það sem er sennilega eftirminnilegast er bátsferðin okkar um Lake Como. Það var sannkallaður draumur svo ekki sé minna sagt og fegurðin ólýsanleg! Ég verð einnig að segja stundirnar við sundlaugina á hótelinu, með góða bók eða í sudoku, með rósavín og klúbbsamloku, algjörlega best og nákvæmlega það sem við fórum út til að gera. Nýgift á Ítalíu!Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira