Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 08:32 Sindre Walle Egeli í leik gegn Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða í fyrrasumar. Getty/Seb Daly Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með. Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira