Alvarlegt þegar harðkjarninn íhugar að kjósa ekki flokkinn Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 08:41 Páll segist ekki sjálfur hluti af DD framboði sem rætt hefur verið um innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alvarlega stöðu komna upp í flokknum þegar harðkjarna Sjálfstæðismenn hugsi um að kjósa hann ekki í næstu kosningum. Páll var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi möguleikann á DD framboði í næstu Alþingiskosningum. Kosningarnar eiga samkvæmt plani að fara fram í september á næsta ári en gætu farið fram í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur listabókstafinn D þannig framboðið yrði þeim tengt en ekki á vegum flokksins. Fram kom í kvöldfréttum á RÚV í gær að skorað hafi verið á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að heimila framboð viðbótarlista. Ásgeir Bolli Kristinsson, eða Bolli í 17, sendi bréfið. Bolli sagði sig úr flokknum árið 2019 en skráði sig svo aftur í hann um hálfu ári síðar. Páll segir þetta bréf hafa vakið mikla athygli en einnig grein frá stjórnarmanni í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna á mánudag þar sem hann sagði vildarpunkta forystu flokksins runna út. „Þetta er voðalega sérstakt en hefur lengi loðað við. Það er tabú að gagnrýna forystuna í Sjálfstæðisflokknum og má helst ekki, eins og kom fram hjá þessum ungu Sjálfstæðismönnum,“ segir Páll og að þetta sama viðhorf kraumi samt sem áður hjá öðrum Sjálfstæðismönnum líka, eins og Ásgeiri Bolla. „Þetta er fólk, maður sem hefur kosið og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 50 ár. Það hefur aldrei hvarflað að honum. Ég hef aldrei hitt annan eins Sjálfstæðismann. Þó að þessir menn hafi verið óánægðir með ýmislegt í Sjálfstæðisflokknum í gegnum árin þá hefur aldrei komið í hug þeirra sú hugmynd að kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll. Hann segir bréfið Bolla neyðarkall frá þessum manni og þeim sem standa með honum. Þau segist ekki geta kosið flokkinn með þeirri forystu sem er og biðja um leyfi til að styðja flokkinn öðruvísi, með því að leyfa þeim að bjóða fram undir merkjum DD. Páll segir gert ráð fyrir þessu í íslenskum kosningalögum. Páll segist ekki hafa mikla trú á því að þetta verði leyft. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki svarað bréfinu og að þau hafi fengið það fyrir tveimur mánuðum. „Ef yrði af þessu myndu þessir þingflokkar sameinast undir einu merki en þá eru svolítið öðruvísi valdahlutföll inni í þingflokknum.“ Klofningur til vinstri og hægri Páll segir þetta vera undirstrikun á sjónarmiðum og partur á þróun. Það sé umpólun í íslenskum stjórnmálum. „Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að missa hlutverk sitt sem breiðfylking borgaralegra afla á Íslandi,“ segir Páll og að það kjarnist úr honum á vinstri og hægri væng. Fólk flykkist í Miðflokkinn til hægri og Samfylkingunni til vinstri. Hann segir sérkennilegt að horfa á þetta. „Svokallaðir hægri-kratar“ sem ekki fundu sig í „gömlu Samfylkingunni“, og hafa hallað sér að Sjálfstæðisflokknum, hafi fundið sér stað í „nýju Samfylkingu“ Kristrúnar Frostadóttur. Án þess að hafa viðkomu í Viðreisn sem Páll telur frekar staðinn fyrir þau. Páll bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tvívegið klofnað áður. Það sé til vinstri í Viðreisn og til hægri í Miðflokkinn. „Þó Miðflokkurinn hafi að nafninu til klofnað út úr Framsóknarflokknum þá hafði stofnun hans ekki sérstaklega mikil áhrif á Framsóknarflokkinn,“ segir hann og að Framsóknarflokkurinn hafi sem dæmi í kosningum eftir haldið öllum sínum sætum en Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi. „Eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn sem svona ekki né flokkur.“ Árangursleysi og hafi þurft að gefa eftir Páll segir tvennt skipta máli. Það sé árangursleysi í þeim ráðuneytum sem þau ráða. Ekkert hafi sem dæmi verið virkjað í mörg ár og svo séu útlendingalögin. Það hafi verið samþykkt gölluð lög árið 2016 en ekki hafi tekist að laga „þessi gölluðu lög“ fyrr en síðasta vor. Svo sé það fjármálaráðuneytið þar sem algjörlega hefur mistekist að mati Páls að koma böndum á útgjöld ríkisins. „Starfsmönnum ríkisins hefur fjölgað og launin þeirra hafa hækkað umfram það sem er á almennum markaði. Síðasta afrekið í þessu var í skjóli Sjálfstæðisflokksins þegar enn einni ríkisstofnunni var bætt við,“ segir Páll og á þá við Mannréttindastofnun Íslands. Mannréttindastofnunin óþörf Hann segir Sjálfstæðismenn einnig hafa þurft að gefa mikið eftir í samstarfi við Vinstri græna. Fyrsta dæmið sé téð Mannréttindastofnun en svo hafi Vinstri grænir bannað hvalveiðar þó það sé andstætt lögum. Þær séu leyfðar í lögum. „Þetta hefur allt saman orðið þess valdandi að þetta fólk, sem við erum að tala um, bréfritarinn, finna sig ekki lengur í þessum flokki.“ Páll segist sjálfur ekki vera í DD og ekki koma nálægt þessu bréfi sem hafi verið sent. Hann hafi fengið það sent eins og aðrir Sjálfstæðismenn. „Þetta er harðkjarninn í flokknum sem við hefðum hingað til getað talað um sem algjört fasta fylgi flokksins. Sem alltaf myndi kjósa flokkinn, sama hvað,“ segir Páll og að þetta sé alvarleg þróun. Bréfið sé samt sent til þess að vara við og reyna að koma í veg fyrir klofning. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. 2. september 2024 17:57 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Kosningarnar eiga samkvæmt plani að fara fram í september á næsta ári en gætu farið fram í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur listabókstafinn D þannig framboðið yrði þeim tengt en ekki á vegum flokksins. Fram kom í kvöldfréttum á RÚV í gær að skorað hafi verið á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að heimila framboð viðbótarlista. Ásgeir Bolli Kristinsson, eða Bolli í 17, sendi bréfið. Bolli sagði sig úr flokknum árið 2019 en skráði sig svo aftur í hann um hálfu ári síðar. Páll segir þetta bréf hafa vakið mikla athygli en einnig grein frá stjórnarmanni í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna á mánudag þar sem hann sagði vildarpunkta forystu flokksins runna út. „Þetta er voðalega sérstakt en hefur lengi loðað við. Það er tabú að gagnrýna forystuna í Sjálfstæðisflokknum og má helst ekki, eins og kom fram hjá þessum ungu Sjálfstæðismönnum,“ segir Páll og að þetta sama viðhorf kraumi samt sem áður hjá öðrum Sjálfstæðismönnum líka, eins og Ásgeiri Bolla. „Þetta er fólk, maður sem hefur kosið og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 50 ár. Það hefur aldrei hvarflað að honum. Ég hef aldrei hitt annan eins Sjálfstæðismann. Þó að þessir menn hafi verið óánægðir með ýmislegt í Sjálfstæðisflokknum í gegnum árin þá hefur aldrei komið í hug þeirra sú hugmynd að kjósa einhvern annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Páll. Hann segir bréfið Bolla neyðarkall frá þessum manni og þeim sem standa með honum. Þau segist ekki geta kosið flokkinn með þeirri forystu sem er og biðja um leyfi til að styðja flokkinn öðruvísi, með því að leyfa þeim að bjóða fram undir merkjum DD. Páll segir gert ráð fyrir þessu í íslenskum kosningalögum. Páll segist ekki hafa mikla trú á því að þetta verði leyft. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki svarað bréfinu og að þau hafi fengið það fyrir tveimur mánuðum. „Ef yrði af þessu myndu þessir þingflokkar sameinast undir einu merki en þá eru svolítið öðruvísi valdahlutföll inni í þingflokknum.“ Klofningur til vinstri og hægri Páll segir þetta vera undirstrikun á sjónarmiðum og partur á þróun. Það sé umpólun í íslenskum stjórnmálum. „Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera búinn að missa hlutverk sitt sem breiðfylking borgaralegra afla á Íslandi,“ segir Páll og að það kjarnist úr honum á vinstri og hægri væng. Fólk flykkist í Miðflokkinn til hægri og Samfylkingunni til vinstri. Hann segir sérkennilegt að horfa á þetta. „Svokallaðir hægri-kratar“ sem ekki fundu sig í „gömlu Samfylkingunni“, og hafa hallað sér að Sjálfstæðisflokknum, hafi fundið sér stað í „nýju Samfylkingu“ Kristrúnar Frostadóttur. Án þess að hafa viðkomu í Viðreisn sem Páll telur frekar staðinn fyrir þau. Páll bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tvívegið klofnað áður. Það sé til vinstri í Viðreisn og til hægri í Miðflokkinn. „Þó Miðflokkurinn hafi að nafninu til klofnað út úr Framsóknarflokknum þá hafði stofnun hans ekki sérstaklega mikil áhrif á Framsóknarflokkinn,“ segir hann og að Framsóknarflokkurinn hafi sem dæmi í kosningum eftir haldið öllum sínum sætum en Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi. „Eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn sem svona ekki né flokkur.“ Árangursleysi og hafi þurft að gefa eftir Páll segir tvennt skipta máli. Það sé árangursleysi í þeim ráðuneytum sem þau ráða. Ekkert hafi sem dæmi verið virkjað í mörg ár og svo séu útlendingalögin. Það hafi verið samþykkt gölluð lög árið 2016 en ekki hafi tekist að laga „þessi gölluðu lög“ fyrr en síðasta vor. Svo sé það fjármálaráðuneytið þar sem algjörlega hefur mistekist að mati Páls að koma böndum á útgjöld ríkisins. „Starfsmönnum ríkisins hefur fjölgað og launin þeirra hafa hækkað umfram það sem er á almennum markaði. Síðasta afrekið í þessu var í skjóli Sjálfstæðisflokksins þegar enn einni ríkisstofnunni var bætt við,“ segir Páll og á þá við Mannréttindastofnun Íslands. Mannréttindastofnunin óþörf Hann segir Sjálfstæðismenn einnig hafa þurft að gefa mikið eftir í samstarfi við Vinstri græna. Fyrsta dæmið sé téð Mannréttindastofnun en svo hafi Vinstri grænir bannað hvalveiðar þó það sé andstætt lögum. Þær séu leyfðar í lögum. „Þetta hefur allt saman orðið þess valdandi að þetta fólk, sem við erum að tala um, bréfritarinn, finna sig ekki lengur í þessum flokki.“ Páll segist sjálfur ekki vera í DD og ekki koma nálægt þessu bréfi sem hafi verið sent. Hann hafi fengið það sent eins og aðrir Sjálfstæðismenn. „Þetta er harðkjarninn í flokknum sem við hefðum hingað til getað talað um sem algjört fasta fylgi flokksins. Sem alltaf myndi kjósa flokkinn, sama hvað,“ segir Páll og að þetta sé alvarleg þróun. Bréfið sé samt sent til þess að vara við og reyna að koma í veg fyrir klofning.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bítið Tengdar fréttir Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. 2. september 2024 17:57 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. 2. september 2024 17:57