Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 13:22 Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Getty Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi. Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi.
Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira