Íslenski boltinn

Fram­kvæmda­stjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aga­nefndar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
BestaVilli
vísir/vilhelm

KSÍ vakti athygli á því í gær að framkvæmdastjóri sambandsins mun ekki lengur vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar.

Sá háttur hefur verið hafður á um árabil og hefur sú aðferð ekki verið óumdeild. Nýráðinn framkvæmdastjóri KSÍ, Eysteinn Lárusson, þarf því ekki að hafa áhyggjur af þeim bagga.

Nú er það sérstök málskotsnefnd sem mun vísa málum áfram ef hún telur vera tilefni til.

„Algjör forsenda þess að aga- og úrskurðarnefnd geti tekið fyrir slík atvik er að fyrir liggi að meint agabrot hafi farið framhjá dómarateymi leiksins. Sömuleiðis er það forsenda hjá aga- og úrskurðarnefnd að um sé að ræða alvarlegt agabrot, líkt og viðeigandi reglugerð gerir áskilnað um,“ segir í frétt KSÍ.

„Í slíkum málum er allur gangur á því hvernig meint brot hafa borist til vitundar málskotsnefndar KSÍ. Það getur verið nokkrum dögum eftir að leikur á sér stað að myndbrot af atviki kemur til vitundar skrifstofu eða málskotsnefndar. Í kjölfarið tekur við vinna við öflun staðfestinga frá dómarateymi, öflun álita fagfólks á meintu broti og loks gagnavinna vegna málskots til aga- og úrskurðarnefndar.“

Þrír einstaklingar sitja í nefndinni. Þar af einn reyndar fyrrverandi knattspyrnudómari og einn löglærður. Samkvæmt heimasíðu KSÍ er Birgir Jónasson formaður en aðrir meðlimir nefndarinnar eru Gísli Hlynur Jóhannsson og Íris Björk Eysteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×