Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. september 2024 21:35 Áslaug Arna skaut ansi harkaleg á Bolla eftir ummæli hans í morgun. Nanna Kristín segir sjálfstæðiskonur taka afsökunarbeiðni hans gilda og bjóða hann aftur velkominn í flokkinn. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún. Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún.
Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira