Gylfi vill halda sæti sínu í landsliðinu og mun skoða aðra kosti en Val í vetur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2024 10:02 Gylfi Þór er einn allra besti landsliðsmaður Íslands í sögunni vísir/arnar Gylfi Þór Sigurðsson vill halda sæti sínu í íslenska landsliðinu. Hann segist þurfa að skoða sín mál eftir tímabilið í Bestu-deildinni og þarf mögulega að reyna koma sér í annað lið utan landsteinana. Gylfi Þór samdi við Valsmenn fyrr á þessu ári og hefur leikið með liðinu á tímabilinu. Tímabilið hjá Valsmönnum hefur verið vonbrigði og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Gylfi hefur skorað níu mörk í fimmtán leikjum. „Maður veltir alveg framtíðinni fyrir sér sérstaklega með landsliðið í huga og tímabilið hér klárast í október. Ef ég horfi bara á landsliðið eru leikir í mars og nóvember. Aðalmarkmiðið hjá mér var að komast í stand og geta spila leiki í hverri viku og líða vel, sem er staðan. Mér líður vel og er algjörlega verkjalaus,“ segir Gylfi og heldur áfram. „Þetta er ekkert þannig að mig langi að labba í burtu frá Val, en ég þarf að hafa plan þegar tímabilið klárast. Til að vera í sem besta standi í nóvember og mars.“ Gylfi segir samt sem áður að einbeiting hans hafi verið hjá Val undanfarið og að koma sér í stand. Næsta stórmót er heimsmeistaramótið 2026. Gylfi þráir ekkert heitar en að komast á það mót með íslenska landsliðinu. „Mig langar það mjög mikið. Það yrði auðvitað algjör draumur að geta endað sinn landsliðsferil á HM. Það yrði frábært og ég veit ekki hvernig ég gæti lýst því betur en að segja bara að það yrði yndislegt.“ Rætt var við Gylfa í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Landslið karla í fótbolta Valur Besta deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Gylfi Þór samdi við Valsmenn fyrr á þessu ári og hefur leikið með liðinu á tímabilinu. Tímabilið hjá Valsmönnum hefur verið vonbrigði og situr liðið í þriðja sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Gylfi hefur skorað níu mörk í fimmtán leikjum. „Maður veltir alveg framtíðinni fyrir sér sérstaklega með landsliðið í huga og tímabilið hér klárast í október. Ef ég horfi bara á landsliðið eru leikir í mars og nóvember. Aðalmarkmiðið hjá mér var að komast í stand og geta spila leiki í hverri viku og líða vel, sem er staðan. Mér líður vel og er algjörlega verkjalaus,“ segir Gylfi og heldur áfram. „Þetta er ekkert þannig að mig langi að labba í burtu frá Val, en ég þarf að hafa plan þegar tímabilið klárast. Til að vera í sem besta standi í nóvember og mars.“ Gylfi segir samt sem áður að einbeiting hans hafi verið hjá Val undanfarið og að koma sér í stand. Næsta stórmót er heimsmeistaramótið 2026. Gylfi þráir ekkert heitar en að komast á það mót með íslenska landsliðinu. „Mig langar það mjög mikið. Það yrði auðvitað algjör draumur að geta endað sinn landsliðsferil á HM. Það yrði frábært og ég veit ekki hvernig ég gæti lýst því betur en að segja bara að það yrði yndislegt.“ Rætt var við Gylfa í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Landslið karla í fótbolta Valur Besta deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira