Upplifi að þeir megi ekki segja nei við kynlífi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2024 15:01 Margrét Stella segir skemmtanalífið óplægðan akur til rannsókna. Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf og sumir hafa orðið fyrir því að fá skítinn yfir sig þegar þeir hafna stelpum á djamminu. Þá er það talið meira niðurlægjandi fyrir stelpur að vera ölvaðar á djamminu en fyrir stráka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í meistararitgerð Margrétar Stellu Kaldalóns verðandi kynjafræðings um skemmtanalífið á Íslandi. Margrét mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða málið en í ritgerð sinni tók hún viðtöl við stelpur og stráka um skemmtanalífið. Titill ritgerðar hennar er: „Þú vilt ekki vera gellan sem er geðveikt full á djamminu.“ Gert að passa sig frá unga aldri Margrét segist í ritgerðinni hafa skoðað þær samfélagslegu hugmyndir sem liggja að baki og hafa áhrif á upplifun fólks á djamminu. Hún nefnir sem dæmi hræðslu kvenna við að brotið sé á þeim kynferðislega á djamminu. „Þessar hugmyndir sem þær hafa fengið frá samfélaginu frá því þær voru litlar stelpur um að þær þurfi að passa sig, passa glasið sitt, passa að vera ekki einar og allt þetta, sem mig langaði líka að skoða. Þetta er allt eitthvað sem ég hef sjálf upplifað sem ung kona á djamminu og kom í ljós að þetta er bara sameiginleg upplifun allra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.“ Þá ræddu stelpurnar það líka að þær upplifi sem svo að þær megi ekki drekka of mikið. Það sé þá stutt í að þær upplifi sem svo að þær séu að „niðurlægja“ sig. „Það er miklu meira niðurlægandi fyrir stelpu að vera rosalega ölvuð heldur en stráka, það er meira fyndið. Þannig það eru mismunandi viðmið. Þetta er flókið.“ Eigi alltaf að taka fyrsta skrefið Margrét tekur fram að hún hafi náð fleiri viðtölum við stelpur en stráka. Strákar séu ragari við að taka þátt í rannsóknum líkt og þessum. Hún segir klárlega þörf á frekari rannsóknum á upplifun karla af djamminu. „Það helsta sem þeir voru að tala um var til dæmis í kjölfar MeToo og allt þetta þá upplifa þeir að þeir þurfi að passa sig rosa vel, þú veist, þeir eru til dæmis að reyna við stelpur og svoleiðis og þurfa að vanda sig virkilega við það.“ Hún segir áhugavert að kynhlutverk skipti miklu á djamminu. Strákar upplifi sem svo að þeir þurfi alltaf að taka fyrsta skrefið þegar það kemur að kynferðislegum samskiptum sem mikið er um á djamminu. „Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf. Jafnvel það mikið að þeir megi ekki segja nei. Karlarnir í rannsókninni minni, ég ætla ekki að alhæfa, töluðu um að hafa bara fengið skítinn yfir sig eftir að hafa hafnað stelpu, einfaldlega af því að þeir vildu það ekki. Það var engin sérstök ástæða fyrir því, þetta voru myndarlegar stelpur en þeir fengu bara skítinn yfir sig.“ Hiki við að sýna áhuga til baka Þá segir Margrét að þær konur sem hún hafi talað við hafi talað um það að þær væru gjarnar á að hika við að sýna áhuga til baka í slíkum aðstæðum. „Af því að þá liður þeim eins og þeir skuldi þeim eitthvað líka, af því að þær ganga út frá því að þá vilji þeir sjálfkrafa kynlíf.“ Hún segir ljóst að um ákveðið samskiptaleysi sé að ræða. Þarna sé á ferðinni rótgróin hugmynd um kynhlutverk og samskipti kynjanna á djamminu. Áfengi sé svo til þess að flækja hlutina enn frekar og nefnir Margrét að strákarnir hafi líka flestir upplifað það að vera ögrað á djamminu. Skoða þurfi betur kveikjur að árásarhneigð og ofbeldi á djamminu og áhrif kynhlutverka þar á. Kynlíf Bítið Næturlíf Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í meistararitgerð Margrétar Stellu Kaldalóns verðandi kynjafræðings um skemmtanalífið á Íslandi. Margrét mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða málið en í ritgerð sinni tók hún viðtöl við stelpur og stráka um skemmtanalífið. Titill ritgerðar hennar er: „Þú vilt ekki vera gellan sem er geðveikt full á djamminu.“ Gert að passa sig frá unga aldri Margrét segist í ritgerðinni hafa skoðað þær samfélagslegu hugmyndir sem liggja að baki og hafa áhrif á upplifun fólks á djamminu. Hún nefnir sem dæmi hræðslu kvenna við að brotið sé á þeim kynferðislega á djamminu. „Þessar hugmyndir sem þær hafa fengið frá samfélaginu frá því þær voru litlar stelpur um að þær þurfi að passa sig, passa glasið sitt, passa að vera ekki einar og allt þetta, sem mig langaði líka að skoða. Þetta er allt eitthvað sem ég hef sjálf upplifað sem ung kona á djamminu og kom í ljós að þetta er bara sameiginleg upplifun allra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni.“ Þá ræddu stelpurnar það líka að þær upplifi sem svo að þær megi ekki drekka of mikið. Það sé þá stutt í að þær upplifi sem svo að þær séu að „niðurlægja“ sig. „Það er miklu meira niðurlægandi fyrir stelpu að vera rosalega ölvuð heldur en stráka, það er meira fyndið. Þannig það eru mismunandi viðmið. Þetta er flókið.“ Eigi alltaf að taka fyrsta skrefið Margrét tekur fram að hún hafi náð fleiri viðtölum við stelpur en stráka. Strákar séu ragari við að taka þátt í rannsóknum líkt og þessum. Hún segir klárlega þörf á frekari rannsóknum á upplifun karla af djamminu. „Það helsta sem þeir voru að tala um var til dæmis í kjölfar MeToo og allt þetta þá upplifa þeir að þeir þurfi að passa sig rosa vel, þú veist, þeir eru til dæmis að reyna við stelpur og svoleiðis og þurfa að vanda sig virkilega við það.“ Hún segir áhugavert að kynhlutverk skipti miklu á djamminu. Strákar upplifi sem svo að þeir þurfi alltaf að taka fyrsta skrefið þegar það kemur að kynferðislegum samskiptum sem mikið er um á djamminu. „Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf. Jafnvel það mikið að þeir megi ekki segja nei. Karlarnir í rannsókninni minni, ég ætla ekki að alhæfa, töluðu um að hafa bara fengið skítinn yfir sig eftir að hafa hafnað stelpu, einfaldlega af því að þeir vildu það ekki. Það var engin sérstök ástæða fyrir því, þetta voru myndarlegar stelpur en þeir fengu bara skítinn yfir sig.“ Hiki við að sýna áhuga til baka Þá segir Margrét að þær konur sem hún hafi talað við hafi talað um það að þær væru gjarnar á að hika við að sýna áhuga til baka í slíkum aðstæðum. „Af því að þá liður þeim eins og þeir skuldi þeim eitthvað líka, af því að þær ganga út frá því að þá vilji þeir sjálfkrafa kynlíf.“ Hún segir ljóst að um ákveðið samskiptaleysi sé að ræða. Þarna sé á ferðinni rótgróin hugmynd um kynhlutverk og samskipti kynjanna á djamminu. Áfengi sé svo til þess að flækja hlutina enn frekar og nefnir Margrét að strákarnir hafi líka flestir upplifað það að vera ögrað á djamminu. Skoða þurfi betur kveikjur að árásarhneigð og ofbeldi á djamminu og áhrif kynhlutverka þar á.
Kynlíf Bítið Næturlíf Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira