Rifrildi úti á velli eftir úrslitaleik EM olli skilnaðinum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 07:31 Það virtist fara mjög vel á með Alice Campello og Alvaro Morata þegar þessi mynd var tekin eftir úrslitaleik EM. Campello mun hins vegar ekki hafa viljað hafa fjölskyldu Morata með á vellinum. Getty/Ian MacNicol Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata skildi við eiginkonu sína, fyrirsætuna Alice Campello, í ágúst. Nú hefur blaðakona greint frá því að rifrildi úti á velli, eftir úrslitaleik EM, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028. Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028.
Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira