Innlent

Átta milljónir úr eigin vasa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ástþór í Hagaskóla þar sem hann greiddi atkvæði á kjördag. Fyrir aftan hann er kvikmyndatökumaður sem fylgdi honum eftir hvert fótmál í baráttunni. Heimildarmynd mun vera í vinnslu.
Ástþór í Hagaskóla þar sem hann greiddi atkvæði á kjördag. Fyrir aftan hann er kvikmyndatökumaður sem fylgdi honum eftir hvert fótmál í baráttunni. Heimildarmynd mun vera í vinnslu. Vísir/Anton

Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa.

Þetta kemur fram í uppgjöri sem Ástþór hefur skilað til Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að ekkert fyrirtæki styrkti framboð Ástþórs en hann fékk 370 þúsund krónur frá einstaklingum. Þá hafði hann 765 þúsund krónur í aðrar tekjur sem ekki eru útskýrðar í uppgjörinu.

Meðal þess sem Ástþór gerði var að efna til happdrættis þar sem glæsilegur bíll var í verðlaun. Happdrættið vakti nokkuð umtal.

Ástþór rak ekki kosningaskrifstofu heldur fór langstærstur kostnaður í auglýsingar og kynningar eða 8,4 milljónir króna. Þá fór innan við hálf milljón í fundi og ferðakostnað.

Ástþór fékk 465 atkvæði eða sem svarar til 0,22 prósents atkvæða.

Uppgjör Ástþórs.


Tengdar fréttir

Framboð Höllu kostaði 26 milljónir

Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar.

Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu

Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar.

Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund

Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×