Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 12:31 Margrét Stefánsdóttir og Silja Björk Björnsdóttir. Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira