Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2024 20:02 Um fátt annað hefur verið rætt undanfarnar vikur en aukinn vopnaburð ungmenna og skyldi engan undra því grafalvarleg atvik honum tengdum hafa komið upp nýlega. Vísir/Arnar Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandaferðum með fjölskyldunni. Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að tollurinn hefur lagt hald á fleiri skotvopn í ár. Á yfirstandandi ári lagði tollurinn hald á tólf skammbyssur og sex riffla. Skotvopnin sem tollurinn haldlagði á sama tímabili í fyrra voru tvö talsins. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2023 lagði tollurinn hald á mun fleiri hnífa en í ár eða alls 89 en í ár voru þeir þrettán talsins. Haldlagðar kylfur voru fimm í fyrra en ein í ár. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður og hefur unnið við fagið í rúm tuttugu ár. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um hin ýmsu vopn sem tollurinn haldleggur á landamærunum.Vísir/Arnar Fréttastofa fékk í dag að heimsækja tollinn til að sjá hvers konar vopn finnast við landamærin. Öll voru óhugnanleg og sum hreinlega stórfurðuleg og Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður, sem býr að rúmlega tuttugu ára reynslu í starfi vissi ekki heitin á þeim öllum, til dæmis einu vopninu sem líktist stærðarinnar tvöfaldri kló. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti af þeim vopnum sem finnast við landamærin hafi tilheyrt börnum sem kaupi þau í sólarlandaferðum. Undanfarnar vikur hefur um fátt annað verið rætt en aukinn vopnaburð ungmenna. Páll var spurður hvort foreldrar hreinlega leyfðu börnum sínum að koma með vopnin til landsins en þá sagði hann að það þyrfti alls ekki að vera að foreldrarnir væru meðvitaðir um að börn væru með vopn í fórum sínum. Þá segir hann að sumir bæru fyrir sig að um skrautmuni væri að ræða en vopnalögin á Íslandi væru skýr þótt þau væru mögulega frjálslegri í einhverjum löndum. Páll sýndi okkur tvær loftbyssur sem litu alveg eins út og skammbyssur en hann bendir á að óttinn og hræðslan sem fólk upplifi þegar byssunum sé beint að því sé raunverulegur þrátt fyrir að byssan sé ekki alvöru. Vopnaburður barna og ungmenna Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að tollurinn hefur lagt hald á fleiri skotvopn í ár. Á yfirstandandi ári lagði tollurinn hald á tólf skammbyssur og sex riffla. Skotvopnin sem tollurinn haldlagði á sama tímabili í fyrra voru tvö talsins. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2023 lagði tollurinn hald á mun fleiri hnífa en í ár eða alls 89 en í ár voru þeir þrettán talsins. Haldlagðar kylfur voru fimm í fyrra en ein í ár. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður og hefur unnið við fagið í rúm tuttugu ár. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um hin ýmsu vopn sem tollurinn haldleggur á landamærunum.Vísir/Arnar Fréttastofa fékk í dag að heimsækja tollinn til að sjá hvers konar vopn finnast við landamærin. Öll voru óhugnanleg og sum hreinlega stórfurðuleg og Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður, sem býr að rúmlega tuttugu ára reynslu í starfi vissi ekki heitin á þeim öllum, til dæmis einu vopninu sem líktist stærðarinnar tvöfaldri kló. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti af þeim vopnum sem finnast við landamærin hafi tilheyrt börnum sem kaupi þau í sólarlandaferðum. Undanfarnar vikur hefur um fátt annað verið rætt en aukinn vopnaburð ungmenna. Páll var spurður hvort foreldrar hreinlega leyfðu börnum sínum að koma með vopnin til landsins en þá sagði hann að það þyrfti alls ekki að vera að foreldrarnir væru meðvitaðir um að börn væru með vopn í fórum sínum. Þá segir hann að sumir bæru fyrir sig að um skrautmuni væri að ræða en vopnalögin á Íslandi væru skýr þótt þau væru mögulega frjálslegri í einhverjum löndum. Páll sýndi okkur tvær loftbyssur sem litu alveg eins út og skammbyssur en hann bendir á að óttinn og hræðslan sem fólk upplifi þegar byssunum sé beint að því sé raunverulegur þrátt fyrir að byssan sé ekki alvöru.
Vopnaburður barna og ungmenna Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01
Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36
Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27