Dæmi um að börn komi heim með vopn úr sólarlandaferðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2024 20:02 Um fátt annað hefur verið rætt undanfarnar vikur en aukinn vopnaburð ungmenna og skyldi engan undra því grafalvarleg atvik honum tengdum hafa komið upp nýlega. Vísir/Arnar Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandaferðum með fjölskyldunni. Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að tollurinn hefur lagt hald á fleiri skotvopn í ár. Á yfirstandandi ári lagði tollurinn hald á tólf skammbyssur og sex riffla. Skotvopnin sem tollurinn haldlagði á sama tímabili í fyrra voru tvö talsins. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2023 lagði tollurinn hald á mun fleiri hnífa en í ár eða alls 89 en í ár voru þeir þrettán talsins. Haldlagðar kylfur voru fimm í fyrra en ein í ár. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður og hefur unnið við fagið í rúm tuttugu ár. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um hin ýmsu vopn sem tollurinn haldleggur á landamærunum.Vísir/Arnar Fréttastofa fékk í dag að heimsækja tollinn til að sjá hvers konar vopn finnast við landamærin. Öll voru óhugnanleg og sum hreinlega stórfurðuleg og Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður, sem býr að rúmlega tuttugu ára reynslu í starfi vissi ekki heitin á þeim öllum, til dæmis einu vopninu sem líktist stærðarinnar tvöfaldri kló. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti af þeim vopnum sem finnast við landamærin hafi tilheyrt börnum sem kaupi þau í sólarlandaferðum. Undanfarnar vikur hefur um fátt annað verið rætt en aukinn vopnaburð ungmenna. Páll var spurður hvort foreldrar hreinlega leyfðu börnum sínum að koma með vopnin til landsins en þá sagði hann að það þyrfti alls ekki að vera að foreldrarnir væru meðvitaðir um að börn væru með vopn í fórum sínum. Þá segir hann að sumir bæru fyrir sig að um skrautmuni væri að ræða en vopnalögin á Íslandi væru skýr þótt þau væru mögulega frjálslegri í einhverjum löndum. Páll sýndi okkur tvær loftbyssur sem litu alveg eins út og skammbyssur en hann bendir á að óttinn og hræðslan sem fólk upplifi þegar byssunum sé beint að því sé raunverulegur þrátt fyrir að byssan sé ekki alvöru. Vopnaburður barna og ungmenna Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þegar fyrstu átta mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að tollurinn hefur lagt hald á fleiri skotvopn í ár. Á yfirstandandi ári lagði tollurinn hald á tólf skammbyssur og sex riffla. Skotvopnin sem tollurinn haldlagði á sama tímabili í fyrra voru tvö talsins. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2023 lagði tollurinn hald á mun fleiri hnífa en í ár eða alls 89 en í ár voru þeir þrettán talsins. Haldlagðar kylfur voru fimm í fyrra en ein í ár. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður og hefur unnið við fagið í rúm tuttugu ár. Hann leiðbeindi okkur og fræddi um hin ýmsu vopn sem tollurinn haldleggur á landamærunum.Vísir/Arnar Fréttastofa fékk í dag að heimsækja tollinn til að sjá hvers konar vopn finnast við landamærin. Öll voru óhugnanleg og sum hreinlega stórfurðuleg og Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður, sem býr að rúmlega tuttugu ára reynslu í starfi vissi ekki heitin á þeim öllum, til dæmis einu vopninu sem líktist stærðarinnar tvöfaldri kló. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti af þeim vopnum sem finnast við landamærin hafi tilheyrt börnum sem kaupi þau í sólarlandaferðum. Undanfarnar vikur hefur um fátt annað verið rætt en aukinn vopnaburð ungmenna. Páll var spurður hvort foreldrar hreinlega leyfðu börnum sínum að koma með vopnin til landsins en þá sagði hann að það þyrfti alls ekki að vera að foreldrarnir væru meðvitaðir um að börn væru með vopn í fórum sínum. Þá segir hann að sumir bæru fyrir sig að um skrautmuni væri að ræða en vopnalögin á Íslandi væru skýr þótt þau væru mögulega frjálslegri í einhverjum löndum. Páll sýndi okkur tvær loftbyssur sem litu alveg eins út og skammbyssur en hann bendir á að óttinn og hræðslan sem fólk upplifi þegar byssunum sé beint að því sé raunverulegur þrátt fyrir að byssan sé ekki alvöru.
Vopnaburður barna og ungmenna Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01
Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36
Orðið vör við hnífaburð í grunnskólum Reykjavíkur Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð. 29. ágúst 2024 16:27