„Ekki spilamennska sem við eigum að vera að bjóða upp á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:51 Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sjaldséð mistök hafi kostað hans lið í dag. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira