Tilbúinn að kaupa Boehly út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:46 Todd Boehly og Reece James, leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Images Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira