Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 07:31 Elena Congost er hér komin í mark ásamt aðstoðarmanni sínum en hún var síðan dæmd úr leik vegna atviks sem gerðist aðeins nokkrum sekúndum áður. Getty/Andy Lyons Kringumstæðurnar gerast varla grátlegri en þær hjá hinni spænsku Elenu Congost á lokadegi Ólympíumóts fatlaðra í gær. Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira