Sport

Logi varð Norður­landa­meistari í frum­raun sinni

Aron Guðmundsson skrifar
Norðmaðurinn átti ekki roð í Loga
Norðmaðurinn átti ekki roð í Loga Klosterskov Foto.

Logi Geirs­son, bar­daga­maður hjá Mjölni, gerði sér lítið fyrir og varð Norður­landa­meistari í sínum flokki í blönduðum bar­daga­listum eftir öruggan sigur á Norð­manninum Vebjørn Aunet í frum­raun sinni í MMA.

Norður­landa­mótið í MMA (blönduðum bar­daga­í­þróttum) fór fram í Dan­mörku á dögunum en þátt­tak­endur á mótinu komu frá Ís­landi, Noregi, Sví­þjóð, Finn­landi og Dan­mörku. Hvert land mátti senda einn kepp­enda í hverjum þyngdar­flokki. Alls kepptu fjórir kepp­endur fyrir Ís­lands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Berg­mann Kristjáns­son í létti­vigt, Mikael Acli­pen í velti­vigt, Logi Geirs­son í milli­vigt og Júlíus Bernsdorf í þunga­vigt. Gunnar Nel­son fylgdi hópnum sem þjálfari á­samt fleirum.

Segja má að Logi hafi tryggt sér Norður­landa­meistara­titilinn með yfir­burðum. Allir dómararnir gáfu Loga sigur í öllum þremur lotunum. Frum­raun í flottari kantinum hjá Mjölnis­stráknum og gullið sér­stak­lega sætt. Það er vægast sagt ekki hægt að biðja um betri byrjun á ferlinum sem vonandi verður langur og far­sæll.

Öruggur sigur hjá Íslendingnum.Klosterskov Foto.

Ís­lendingurinn mætti þó ekki alveg blautur á bak­við eyrun til leiks á Norður­landa­mótið. Logi hefur sýnt mátt sinn og megin á upp­gjafar­glímu­mótum hér­lendis og er meðal anan­rs ríkjandi Ís­lands­meistari í sínum flokki.

Fleiri gera það gott

Þá vann Mikael Acli­pen til silfur­verð­launa í sínum flokki, eftir mjög um­deilt tap í úr­slita­viður­eign gegn heima­manninum Pat­rick Sanda­ger. Mikael hafði áður unnið Finnann Theo Kolehma­inen örugg­lega með hengingar­taki í fyrstu lotu í undan­úr­slitum. Bar­daginn gegn Sanda­ger fór í dómara­úr­skurð sem féll með Sanda­gen.

Þá þurfti Júlíus Bernsdorf einnig að sætta sig við silfur eftir tap á dómara­úr­skurði gegn heima­manninum Jakob Dyrup. Bar­daginn fór allur fram standandi þar sem þeir skiptust á höggum í þrjár lotur og hlaut heima­maður sigur, rétti­lega að þessu sinni.

Aron Franz komst ekki í úr­slit eftir tap gegn heima­manninum Sigurd Axel Rømer í undan­úr­slitum en bar­daginn vannst á tækni­legu rot­höggi í þriðju lotu.

Við Ís­lendingar getum hins vegar vel við unað með eitt gull og tvö silfur þó við hefðum svo sannar­lega vilja tvö gull þar sem Mikael hefði klár­lega átt að fá dómara­úr­skurðinn sín megin í úr­slita­viður­eigninni gegn heima­manninum

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×