Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Auðlegðarskattur, eins og sá sem lagður var á í nokkur ár eftir efnahagshrunið árið 2008, hefði skilað ríkissjóði rétt tæplega 37 milljörðum króna í kassann í fyrra. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um tekjur af auðlegðarskatti. Fyrirspurnin hljóðaði svo: Hve miklum tekjum má ætla að auðlegðarskattur hefði skilað fyrir tekjuárin 2021–2022 og myndi skila fyrir tekjuárið 2023 ef hann hefði verið lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu tekjuárið 2013 og ef viðmið auðlegðarskattstofns hefðu fylgt verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og ætlaða þróun skattstofns annars vegar og skatttekna hins vegar á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir því að skattstofn tekjuársins 2013 og skatttekjur gjaldársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti á verðlagi yfirstandandi árs. Skattur án tillits til tekna Í svari Sigurðar Inga er saga auðlegðarskatts rekin. Þar segir að auðlegðarskattur hafi verið lögfestur í lok árs 2009 sem tímabundinn eignarskattur, álagður án tillits til arðs eða tekna, til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Auðlegðarskattur hafi verið lagður á nettóeign framteljanda, það er allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskatturinn hafi runnið sitt skeið og síðast verið lagður á við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014 miðað við hreina eign einstaklinga í lok tekjuársins 2013, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjuskatt. Þegar auðlegðarskattur var síðast lagður hafi eftirfarandi reglur gilt: Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75 millj. kr. og samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna að 100 millj. kr. var ekki greiddur skattur. Af auðlegðarskattstofni yfir 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingi og af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna yfir 100 millj. kr. að 200 millj. kr voru greidd 1,5% af nettóeign. Af því sem umfram var 150 millj. kr. hjá einstaklingi og 200 millj. kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna voru greidd 2% af nettóeign. Gögn um viðbótarskattinn ekki til Að auki hafi viðbótarauðlegðarskattur verið lagður á en hann hafi verið lagður á skattstofn sem var mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu félags samkvæmt skattframtali þess á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 hafi viðbótarauðlegðarskattur verið 1,5% af skattstofni á bilinu 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingum og á bilinu 100 millj. kr. að 200 millj. kr. hjá hjónum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum. Við vinnslu fyrirspurnarinnar hafi ráðuneytið sent gagnabeiðni til Skattsins og svarið byggist á þeim gögnum. Upplýsingarnar byggist á reiknuðum stofni og skatti miðað við núverandi stöðu í kerfum Skattsins. Í gögnunum séu allir framteljendur á álagningarskrá og handreiknaðir meðtaldir. Vert sé að hafa í huga að langt er um liðið frá því að auðlegðarskattur var lagður á og upplýsingaöflun hafi Skattsins verið breytt í samræmi við breytingar á álögðum sköttum á hverjum tíma. Skatturinn búi þar af leiðandi ekki yfir öllum þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar útreikningi áður. Upplýsingar til útreiknings viðbótarauðlegðarskatts liggi ekki fyrir þau ár sem hann var ekki í gildi. Svarið byggist á áætluðum forsendum og endurreiknuðum skatti fyrir umbeðin ár, eftir bestu vitund miðað við þær upplýsingar sem Skatturinn býr yfir. Tæpir hundrað milljarðar á þremur árum Í töflunni hér að neðan má sjá reiknaðan auðlegðarskattstofn, auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á verðlagi þessa árs í milljónum króna, miðað við ef viðmið auðlegðarskatts hefðu þróast með vísitölu neysluverðs. Þar má meðal annars sjá að auðlegðarskattur hefði skilað 99,6 milljörðum króna í ríkiskassann árin 2021 til 2023. Eftirfarandi tafla sýnir hver viðmiðunarmörk auðlegðarskatts væru á verðlagi í júlí 2024 í milljónum króna. Skattar og tollar Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um tekjur af auðlegðarskatti. Fyrirspurnin hljóðaði svo: Hve miklum tekjum má ætla að auðlegðarskattur hefði skilað fyrir tekjuárin 2021–2022 og myndi skila fyrir tekjuárið 2023 ef hann hefði verið lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu tekjuárið 2013 og ef viðmið auðlegðarskattstofns hefðu fylgt verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og ætlaða þróun skattstofns annars vegar og skatttekna hins vegar á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir því að skattstofn tekjuársins 2013 og skatttekjur gjaldársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti á verðlagi yfirstandandi árs. Skattur án tillits til tekna Í svari Sigurðar Inga er saga auðlegðarskatts rekin. Þar segir að auðlegðarskattur hafi verið lögfestur í lok árs 2009 sem tímabundinn eignarskattur, álagður án tillits til arðs eða tekna, til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Auðlegðarskattur hafi verið lagður á nettóeign framteljanda, það er allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskatturinn hafi runnið sitt skeið og síðast verið lagður á við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014 miðað við hreina eign einstaklinga í lok tekjuársins 2013, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjuskatt. Þegar auðlegðarskattur var síðast lagður hafi eftirfarandi reglur gilt: Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75 millj. kr. og samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna að 100 millj. kr. var ekki greiddur skattur. Af auðlegðarskattstofni yfir 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingi og af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna yfir 100 millj. kr. að 200 millj. kr voru greidd 1,5% af nettóeign. Af því sem umfram var 150 millj. kr. hjá einstaklingi og 200 millj. kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna voru greidd 2% af nettóeign. Gögn um viðbótarskattinn ekki til Að auki hafi viðbótarauðlegðarskattur verið lagður á en hann hafi verið lagður á skattstofn sem var mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu félags samkvæmt skattframtali þess á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 hafi viðbótarauðlegðarskattur verið 1,5% af skattstofni á bilinu 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingum og á bilinu 100 millj. kr. að 200 millj. kr. hjá hjónum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum. Við vinnslu fyrirspurnarinnar hafi ráðuneytið sent gagnabeiðni til Skattsins og svarið byggist á þeim gögnum. Upplýsingarnar byggist á reiknuðum stofni og skatti miðað við núverandi stöðu í kerfum Skattsins. Í gögnunum séu allir framteljendur á álagningarskrá og handreiknaðir meðtaldir. Vert sé að hafa í huga að langt er um liðið frá því að auðlegðarskattur var lagður á og upplýsingaöflun hafi Skattsins verið breytt í samræmi við breytingar á álögðum sköttum á hverjum tíma. Skatturinn búi þar af leiðandi ekki yfir öllum þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar útreikningi áður. Upplýsingar til útreiknings viðbótarauðlegðarskatts liggi ekki fyrir þau ár sem hann var ekki í gildi. Svarið byggist á áætluðum forsendum og endurreiknuðum skatti fyrir umbeðin ár, eftir bestu vitund miðað við þær upplýsingar sem Skatturinn býr yfir. Tæpir hundrað milljarðar á þremur árum Í töflunni hér að neðan má sjá reiknaðan auðlegðarskattstofn, auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á verðlagi þessa árs í milljónum króna, miðað við ef viðmið auðlegðarskatts hefðu þróast með vísitölu neysluverðs. Þar má meðal annars sjá að auðlegðarskattur hefði skilað 99,6 milljörðum króna í ríkiskassann árin 2021 til 2023. Eftirfarandi tafla sýnir hver viðmiðunarmörk auðlegðarskatts væru á verðlagi í júlí 2024 í milljónum króna.
Skattar og tollar Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira