Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:33 Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax fá enn lengra landsleikjahlé eftir að leik liðsins um helgina var frestað. Getty/Rico Brouwe/Alexander Koerner Hollenska knattspyrnufélagið Ajax þarf að fresta næsta leik liðsins vegna verkfallsaðgerða Amsterdam lögreglunnar. Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024 Hollenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024
Hollenski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira