Fótbolti

Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rai Vloet missti fyrst vinnuna hjá Heracles Almelo og nú er hann á leið í fangelsi.
Rai Vloet missti fyrst vinnuna hjá Heracles Almelo og nú er hann á leið í fangelsi. Getty/Broer van den Boom/

Knattspyrnumaðurinn Rai Vloet keyrði fullur og endaði líf fjögurra ára drengs. Nú er hann á leiðinni í fangelsi.

Vloet var dæmdur sekur en bæði hann og saksóknari áfrýjuðu dómnum. Leikmaðurinn ákvað þá að draga áfrýjun sína til baka og saksóknarinn gerði það líka. Vloet var þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. RTV Oost segir frá.

Atvikið varð 14. nóvember 2021 þegar Vloet keyrði á 193 kílómetra hraða eftir partý í Amsterdam.

Hann olli árekstri þar sem fjögurra ára strákur lést.

Auk þess að vera dæmdur í fangelsi í þennan tíma þá má hann ekki keyra bíl í fjögur ár.

Hinn 29 ára gamli Vloet hefur spilað mörg tímabil á efsta stigi þar á meðal nokkur þeirra í hollensku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði meðal annars sextán mörk fyrir Heracles Almelo á einu tímabilinu.

Heracles Almelo setti hann í bann vegna málsins í byrjun árs 2022. Hann fór þaðan til FC Astana í Kasakstan.

Vloet er nú án félags eftir að hafa yfirgefið rússneska félagið Ural í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×