Þaggaði niður í sínum bestu vinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 10:32 Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á Dönum fyrir helgi. Vísir/Anton Kristall Máni Ingason sló markamet 21 árs landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í sigri á Dönum í síðustu viku og hann verður aftur í sviðsljósinu með íslenska 21 árs landsliðinu í dag. Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira