Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 12:33 Kerem Akturkoglu í leiknum gegn Íslandi í gær. Vísir/Getty Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999. Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti