Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 16:31 Aron Leo er að gera góða hluti og kemur sigurreifur heim frá Englandi Myndir: Krzysztof Duda Aron Leó Jóhannsson, sigraði sinn annan atvinnumannabardaga í MMA um helgina. Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr. MMA Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira
Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr.
MMA Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Risamaraþon heimsins nú orðin sjö eftir að eitt bættist í hópinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Dagskráin í dag: Glódís getur komist á toppinn Kennir sjálfum sér um uppsögnina Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Sjá meira