Gaudreau bræðurnir voru þarna komnir á heimaslóðir sínar í New Jersey vegna þess að systir þeirra var að gifta sig daginn eftir.
Þetta var klukkan átta um kvöld og því orðið dimmt. Þeir voru staddir á sveitavegi þegar fullur ökumaður kom á ofsahraða, keyrði fram úr öðrum bíl og aftan á bræðurna. Þeir voru báðir látnir þegar lögreglan kom á svæðið.
Sameiginleg jarðarför bræðranna fór fram á sunnudaginn. Eiginkona Johnny heitir Meredith og sagði þar frá því að hún væri ófrísk af barni þeirra. Þetta kom fram þegar hún hélt líkræðu í jarðarförinni.
Þau giftu sig árið 2021 og eiga tvö börn, dóttur fædda 2022 og son fæddan í febrúar 2024. Hún á því von á þeirra þriðja barni.
Johnny Gaudreau var 31 árs gamall og spilaði í ellefu tímabili í NHL-deildinni. Hann var fyrst leikmaður Calgary Flames en hafði spilað síðustu ár með Columbus Blue Jackets.
Hann gekk undir gælunafninu „Johnny Hockey“ og var sjö sinnum valinn í Stjörnuleik deildarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr líkræðu Meredith Gaudreau.