Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 13:00 Ben White hefur spilað vel með Arsenal en vill ekki spila fyrir enska landsliðið. Nýr landsliðsþjálfari breytti engu um það. Getty/Neal Simpson Lee Carsley stýrði enska landsliðinu til sigurs á Finnum í Þjóðadeildinni í gær en hann þurfti þó að svara spurningum um leikmann Arsenal eftir leikinn. Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024 Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira