Innherji

Sjaldan rætt um það hvort ríkis­út­gjöldin skili til­ætluðum árangri

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist telja mikilvægt að skoða kosti útgjaldareglu til að tryggja aðhald í rekstri ríkissjóðs.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist telja mikilvægt að skoða kosti útgjaldareglu til að tryggja aðhald í rekstri ríkissjóðs. Stöð 2

Það eru vonbrigði að fjármálaráðherra ætli að reka ríkissjóð áfram með yfir 40 milljarða halla á tímum þenslu og sex prósent verðbólgu. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segist vona að hallinn fari upp fyrir núllið í þinglegri meðferð og aðstoðarframkvæmdastjóri SA óttast að ef illa gangi að ná í jafnvægi í ríkisrekstrinum muni stjórnmálamenn freistast til að hækka skatta í stað þess að ráðast í naflaskoðun á eigin rekstri.


Tengdar fréttir

„Kaldar kveðjur“ að hið opinbera viðhaldi spennu á vinnumarkaði

Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum.

Markaðurinn er að átta sig á því að verð­bólgan sé eins og „slæm tann­pína“

Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×