„Þeir hótuðu að handtaka konuna mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 06:33 Jun-ho Son með liðsfélaga sínum í suður-kóreska landsliðinu Heung-min Son eftir leik á HM í Katar 2022. Getty/Chris Brunskill Son Jun-ho er einn þeirra sem hefur verið dæmur í lífstíðarbann frá kínverskum fótbolta. Hann hélt hins vegar blaðamannafund í gær og sagði frá sinni hlið á málinu. Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024 Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Kínverska knattspyrnusambandið dæmdi alls 43 manns í bann frá fótbolta út allt þeirra líf vegna þátttöku í spillingu í kringum veðmál og hagræðingu úrslita í kínverska fótboltanum. Einn af þeim er eins og áður sagði þessi 32 ára Suður-Kóreumaður. Son spilaði í kínversku deildinni frá 2021 til 2023. Hann hélt fram sakleysi sínu á blaðamannafundi í Suður-Kóreu og segir þetta vera fáránlegar ásakanir. Son Jun-ho is claiming during the ongoing press conference that Chinese authorities threatened to investigate his family if he did not confess, forcing him to make a false confession, which led to his conviction. pic.twitter.com/Qg8Dk5jC6D— Korea Football News (@KORFootballNews) September 11, 2024 Son var handtekinn í maí 2023 og viðurkenndi þá að hafa tekið þátt í svindlinu. Nú segir Son að það hafi verið falskur vitnisburður. Aftonbladet segir frá. „Þeir hótuðu að handtaka konuna mína og fara með hana í sama fangelsi og ég var í ef ég játaði ekki,“ sagði Son Jun-ho á blaðamannafundinum. Hann segir líka að þeir hafi notað börnin hans til að þvinga fram játningu. „Þeir sýndu mér myndir af börnunum mínum og sögðu: Hvað hafa þessi börn gert til að verðskulda svona?,“ sagði Son. Hann var handtekinn fyrir að taka við mútum frá opinberum starfsmanni en segist ekki hafa vitað hvað þeir voru að saka hann um. Hann hugsaði fyrst og fremst um að passa upp á fjölskyldu sína. Nú vill hann hreinsa nafnið sitt. „Það eina sem þeir hafa er þessi falska játning,“ sagði Son. Hinn 32 ára gamli Son spilar nú heima í Suður-Kóreu. Félagið segir að hann megi spila áfram þrátt fyrir bannið í Kína svo framarlega sem að kóreska knattspyrnusambandið eða FIFA setji hann ekki i bann. The Chinese Football Association has officially notified FIFA and the KFA of Son Jun-ho's permanent ban.If FIFA extends the sanction globally, it will effectively end his playing career. (Yonhap News) #kleague pic.twitter.com/dUpNG5DWTQ— Korea Football News (@KORFootballNews) September 12, 2024
Suður-Kórea Kína FIFA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira