Að vinna með fræðafólki úr landránsnýlenduríki Ingólfur Gíslason skrifar 12. september 2024 10:33 Háskóli Íslands fordæmdi afdráttarlaust innrás Rússlands í Úkraínu í mars 2022 og lýsti yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi var „sett á ís“ eins og segir í yfirlýsingu rektors. Háskóli Íslands hefur hins vegar ekki fordæmt þjóðarmorð Ísraelsríkis í Palestínu og ekki sett samstarf á ís eða í kæli eða út á svalir. Engar yfirlýsingar hafa verið gefnar út frá rektor eða á vegum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ákall starfsfólks (https://fyrirpalestinu.wordpress.com/) og stúdenta (https://www.hi.is/haskolinn/fundargerd_haskolarads_2_mai_2024). Það eru því mikil vonbrigði að frétta af því að nú á föstudaginn muni fræðimaður við Hebreska háskólann í Jerúsalem halda erindi í Málstofu í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sniðgönguhreyfing Palestínufólks leggur ekki til að einstakir fræðimenn séu sniðgengnir sem slíkir. Hér er þó um að ræða opinberan akademískan viðburð sem hlýtur að byggja á samstarfi milli Háskóla Íslands og Hebreska háskólans í Jerúsalem jafnvel þó að farvegur þess liggi í persónulegum tengslum. Við þekkjum ekki hug fræðimannsins til hins ólöglega hernáms, aðskilnaðarstefnu eða þjóðarmorðs en ljóst er að ef hann er andstæðingur þess þá mun hann fagna og taka undir sniðgöngu, jafnvel þó að hann verði sjálfur fyrir henni. Bakgrunnur Ísrael er landránsnýlenduríki (e. settler-colonial state). Það þýðir að ríkið sjálft er stofnað utan um og á grunni þeirrar stefnu að hreinsa landið af fólkinu sem bjó þar fyrir sem tilheyrir ekki þjóð landránsfólksins. Þessar þjóðhreinsanir hófust á árunum fyrir formlega stofnun ríkisins 1948 og fela í sér bæði að hrekja fólk á flótta og að drepa það, ásamt því að eyða menjum og ummerkjum um fólkið sem bjó þar. Það beitir í þessu skyni einnig vísvitandi sögulegum fölsunum. Ísrael er aðskilnaðarríki. Það þýðir að manneskjur hafa ólík réttindi eftir því hver uppruni þeirra er. Í grunnlögum ríkisins kemur fram að Gyðingar einir hafi full réttindi sem borgarar ríkisins. Palestínufólk (um 2,1 milljón manns) sem býr innan mæra Ísraels hefur þannig ekki jöfn réttindi á við Gyðinga. Palestínufólk sem býr á svonefndum hernumdum svæðum (um 5 milljónir manna) hefur enn minni réttindi. Hernumdu svæðin eru land sem Ísrael rændi í landvinningastríði árið 1967 en hefur ekki formlega innlimað í ríkið, þannig að íbúar þar hafa sem dæmi ekki kosningarétt í ríkinu. Þetta eru ekki skoðanir, heldur skjalfest og staðfest af Alþjóðadómstólnum sem og í fræðilegum heimildum. Þessi stefna, að reisa ríki Gyðinga og viðhalda því í Palestínu, nefnist síonismi. Í stuttu máli má segja að það hafi alltaf verið markmið síonista að útrýma Aröbum úr Palestínu, en til vara að þeir séu sem allra fæstir, til þess að tryggja yfirráð Gyðinga. Til merkis um það eru ótal skrif síonistanna sjálfra, stofnenda ríkisins jafnt sem seinni tíma stjórnmálafólk. Um stofnun ríkisins 1948 má margt segja, en ástæður þess að Vesturlönd studdu þann gjörning tengjast helför nasista gegn Gyðingum í Evrópu og því að Vesturlöndin töldu betra að Gyðingar fengju eigið ríki en að þeir byggju í ríkjum Vesturlanda. Gyðingaandúð á Vesturlöndum átti þannig sinn þátt í stofnun ríkisins. Hlutverk háskóla í landránsnýlendu Háskólar í Ísrael styðja við hernámið og útrýmingu Palestínufólks á marga vegu. Fræðafólk lætur ekki sitt eftir liggja. Það rannsakar og miðlar þekkingu á vopnum, hernaðartækni og kúgunaraðferðum og hermenn árásarhers Ísraels stunda nám á sérhönnuðum námsleiðum til að gera þá áhrifaríkari í hernaði. Það eru því mikil vonbrigði að Háskóli Íslands eigi í samstarfi við háskóla í Ísrael, eins og Hebreska háskólann í Jerúsalem. Á dögunum rak háskólinn virta palestínska fræðikonu, Nadera Shalhoub-Kevorkian, sem var prófessor við skólann. Hún var handtekin og pyntuð í kjölfarið. Nadera hefur meðal annars rannsakað og skrifað um þá hlið kúgunar landránsnýlendunnar að skila ekki líkamsleifum pólitískra fanga sem deyja í fangabúðum til fjölskyldna hinna látnu. Akademískt frelsi hennar reyndist ekkert. Í yfirlýsingu háskólans um málið kemur meðal annars fram að hann skilgreini sig sem síoníska stofnun og leyfi ekki gagnrýni á þjóðarmorðið: „As a proud Israeli, public, and Zionist institution, the Hebrew University strongly condemns Prof. Shalhoub-Kevorkian’s recent shocking and outrageous statements… To ensure a safe and conducive environment for our students on campus, the university has decided to suspend Prof. Shalhoub-Kevorkian from teaching activities, effective immediately.“ Hebreski háskólinn í Jerúsalem er elsti háskólinn í landránsnýlenduríkinu, stofnaður 1918, þrjátíu árum fyrir stofnun ríkisins. Markmið hans var meðal annars að vera miðpunktur fyrir mótun og útbreiðslu á nýrri þjóðernisvitund gyðinglegra síonista. Fyrsta bygging hans var reist sem táknræn útstöð, efst uppi á hæð, og minnir á hervirki og er eins konar yfirlýsing: hér erum við og við gerum tilkall til landsins. Háskólinn hefur umfangsmikil og náin tengsl við Ísraelsher. Til dæmis eru hermenn í „Deild 8200“ gjarnan þjálfaðir í Hebreska háskólanum. Þessi tölvuherdeild njósnar um Palestínufólk. Hún safnar viðkvæmum upplýsingum um fólk til þess að nota gegn því og þvinga það til að vinna með hernáminu. Þetta eru meðal annars upplýsingar um kynhneigð, heilbrigðis- og fjárhagsvanda þess og fjölskyldu þeirra. Ísraelsher hindrar fólk til dæmis að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir börnin sín í þessum tilgangi. Þessi herdeild vinnur líka við að búa til lista yfir skotmörk sem herinn hefur notað í yfirstandandi þjóðarmorði á Gaza. Afstaða stakra fræðimanna, sniðganga og mótmæli Við stutta netleit má komast að því að fyrirlesarinn frá Hebreska háskólanum í Jerúsalem hefur undanfarið mótmælt stjórnvöldum í Ísrael. Við vitum ekki hvort þau mótmæli einskorðast við tiltekna nálgun stjórnvalda á þjóðarmorðinu eða hvort þau snúast um hernámið og kúgunina í víðari skilningi. Það sem er þó ljóst er að ef hann stendur með Palestínu og styður það að enda kúgunina og þjóðarmorðið mun hann fagna sniðgöngu, jafnvel þó að hún bitni á honum sjálfum. Það er ennþá lítill hópur Gyðinga í Ísrael sem er andsnúinn tilraun ríkisins til að útrýma þjóð Palestínufólks þó að flestir þeirra hafi nú flúið land eða haldi sig í felum. Við sýnum þeim hópi stuðning með því að sniðganga akademískt samstarf við fulltrúa síonískra stofnana. Ég hvet Háskóla Íslands til að frysta allt slíkt samstarf og hefja ekki þiðnun fyrr en Palestína er frjáls. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildaskrá Til að gera lesturinn auðveldari er ekki vitnað í heimildir í textanum. Í honum er skautað yfir stórt svið og heimildaskráin er ætluð sem vegvísir fyrir fólk sem hefur áhuga á því að kynna sér málin nánar. Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice) (2024) Legal Consequences Arising from the Policies and Practices of Israel in the Occupied Palestinian Territory, including East Jerusalemhttps://www.icj-cij.org/sites/default/files/case-related/186/186-20240719-adv-01-00-en.pdf Cogan, Y. (2022). Academia, Weapons and Occupation: How Tel Aviv University Serves the Interests of the Israeli Military and Arms Industry. BDS. https://bdsmovement.net/news/academia-weapons-and-occupation-how-tel-aviv-university-serves-interests-israeli-military-and Dana, T. (2024). Notes on the ‘Exceptionalism’ of the Israeli Settler-Colonial Project. Middle East Critique, 33(2), 165–172. https://doi.org/10.1080/19436149.2024.2342733 Eghbariah, R. (2024). Toward Nakba As A Legal Concept. Columbia Law Review, 124(4), 887–992. https://columbialawreview.org/content/toward-nakba-as-a-legal-concept/ Háskóli Íslands (2022). Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu https://www.hi.is/frettir/haskoli_islands_fordaemir_innras_russa_i_ukrainu Háskóli Íslands (2024). Bókun fulltrúa stúdenta um málefni Palestínu. Í Fundargerð háskólaráðs 2. maí 2024.https://www.hi.is/haskolinn/fundargerd_haskolarads_2_mai_2024 Middle East Eye (2024). War on Gaza: Hebrew University suspends prominent Palestinian academic. https://www.middleeasteye.net/news/hebrew-university-suspends-prominent-palestinian-academic Shalhoub-Kevorkian, N. (2020). Necropenology: Conquering new bodies, psychics, and territories of death in East Jerusalem. Identities, 27(3), 285–301. https://doi.org/10.1080/1070289X.2020.1737403 Sukarieh, M. (2024). How Israeli university presidents are proving the case for boycott. Mondoweiss. https://mondoweiss.net/2024/05/how-israeli-university-presidents-are-proving-the-case-for-boycott/ Wind, M. (2024). Towers of ivory and steel: How Israeli universities deny Palestinian freedom. Verso. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Ingólfur Gíslason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands fordæmdi afdráttarlaust innrás Rússlands í Úkraínu í mars 2022 og lýsti yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi var „sett á ís“ eins og segir í yfirlýsingu rektors. Háskóli Íslands hefur hins vegar ekki fordæmt þjóðarmorð Ísraelsríkis í Palestínu og ekki sett samstarf á ís eða í kæli eða út á svalir. Engar yfirlýsingar hafa verið gefnar út frá rektor eða á vegum Háskóla Íslands, þrátt fyrir ákall starfsfólks (https://fyrirpalestinu.wordpress.com/) og stúdenta (https://www.hi.is/haskolinn/fundargerd_haskolarads_2_mai_2024). Það eru því mikil vonbrigði að frétta af því að nú á föstudaginn muni fræðimaður við Hebreska háskólann í Jerúsalem halda erindi í Málstofu í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sniðgönguhreyfing Palestínufólks leggur ekki til að einstakir fræðimenn séu sniðgengnir sem slíkir. Hér er þó um að ræða opinberan akademískan viðburð sem hlýtur að byggja á samstarfi milli Háskóla Íslands og Hebreska háskólans í Jerúsalem jafnvel þó að farvegur þess liggi í persónulegum tengslum. Við þekkjum ekki hug fræðimannsins til hins ólöglega hernáms, aðskilnaðarstefnu eða þjóðarmorðs en ljóst er að ef hann er andstæðingur þess þá mun hann fagna og taka undir sniðgöngu, jafnvel þó að hann verði sjálfur fyrir henni. Bakgrunnur Ísrael er landránsnýlenduríki (e. settler-colonial state). Það þýðir að ríkið sjálft er stofnað utan um og á grunni þeirrar stefnu að hreinsa landið af fólkinu sem bjó þar fyrir sem tilheyrir ekki þjóð landránsfólksins. Þessar þjóðhreinsanir hófust á árunum fyrir formlega stofnun ríkisins 1948 og fela í sér bæði að hrekja fólk á flótta og að drepa það, ásamt því að eyða menjum og ummerkjum um fólkið sem bjó þar. Það beitir í þessu skyni einnig vísvitandi sögulegum fölsunum. Ísrael er aðskilnaðarríki. Það þýðir að manneskjur hafa ólík réttindi eftir því hver uppruni þeirra er. Í grunnlögum ríkisins kemur fram að Gyðingar einir hafi full réttindi sem borgarar ríkisins. Palestínufólk (um 2,1 milljón manns) sem býr innan mæra Ísraels hefur þannig ekki jöfn réttindi á við Gyðinga. Palestínufólk sem býr á svonefndum hernumdum svæðum (um 5 milljónir manna) hefur enn minni réttindi. Hernumdu svæðin eru land sem Ísrael rændi í landvinningastríði árið 1967 en hefur ekki formlega innlimað í ríkið, þannig að íbúar þar hafa sem dæmi ekki kosningarétt í ríkinu. Þetta eru ekki skoðanir, heldur skjalfest og staðfest af Alþjóðadómstólnum sem og í fræðilegum heimildum. Þessi stefna, að reisa ríki Gyðinga og viðhalda því í Palestínu, nefnist síonismi. Í stuttu máli má segja að það hafi alltaf verið markmið síonista að útrýma Aröbum úr Palestínu, en til vara að þeir séu sem allra fæstir, til þess að tryggja yfirráð Gyðinga. Til merkis um það eru ótal skrif síonistanna sjálfra, stofnenda ríkisins jafnt sem seinni tíma stjórnmálafólk. Um stofnun ríkisins 1948 má margt segja, en ástæður þess að Vesturlönd studdu þann gjörning tengjast helför nasista gegn Gyðingum í Evrópu og því að Vesturlöndin töldu betra að Gyðingar fengju eigið ríki en að þeir byggju í ríkjum Vesturlanda. Gyðingaandúð á Vesturlöndum átti þannig sinn þátt í stofnun ríkisins. Hlutverk háskóla í landránsnýlendu Háskólar í Ísrael styðja við hernámið og útrýmingu Palestínufólks á marga vegu. Fræðafólk lætur ekki sitt eftir liggja. Það rannsakar og miðlar þekkingu á vopnum, hernaðartækni og kúgunaraðferðum og hermenn árásarhers Ísraels stunda nám á sérhönnuðum námsleiðum til að gera þá áhrifaríkari í hernaði. Það eru því mikil vonbrigði að Háskóli Íslands eigi í samstarfi við háskóla í Ísrael, eins og Hebreska háskólann í Jerúsalem. Á dögunum rak háskólinn virta palestínska fræðikonu, Nadera Shalhoub-Kevorkian, sem var prófessor við skólann. Hún var handtekin og pyntuð í kjölfarið. Nadera hefur meðal annars rannsakað og skrifað um þá hlið kúgunar landránsnýlendunnar að skila ekki líkamsleifum pólitískra fanga sem deyja í fangabúðum til fjölskyldna hinna látnu. Akademískt frelsi hennar reyndist ekkert. Í yfirlýsingu háskólans um málið kemur meðal annars fram að hann skilgreini sig sem síoníska stofnun og leyfi ekki gagnrýni á þjóðarmorðið: „As a proud Israeli, public, and Zionist institution, the Hebrew University strongly condemns Prof. Shalhoub-Kevorkian’s recent shocking and outrageous statements… To ensure a safe and conducive environment for our students on campus, the university has decided to suspend Prof. Shalhoub-Kevorkian from teaching activities, effective immediately.“ Hebreski háskólinn í Jerúsalem er elsti háskólinn í landránsnýlenduríkinu, stofnaður 1918, þrjátíu árum fyrir stofnun ríkisins. Markmið hans var meðal annars að vera miðpunktur fyrir mótun og útbreiðslu á nýrri þjóðernisvitund gyðinglegra síonista. Fyrsta bygging hans var reist sem táknræn útstöð, efst uppi á hæð, og minnir á hervirki og er eins konar yfirlýsing: hér erum við og við gerum tilkall til landsins. Háskólinn hefur umfangsmikil og náin tengsl við Ísraelsher. Til dæmis eru hermenn í „Deild 8200“ gjarnan þjálfaðir í Hebreska háskólanum. Þessi tölvuherdeild njósnar um Palestínufólk. Hún safnar viðkvæmum upplýsingum um fólk til þess að nota gegn því og þvinga það til að vinna með hernáminu. Þetta eru meðal annars upplýsingar um kynhneigð, heilbrigðis- og fjárhagsvanda þess og fjölskyldu þeirra. Ísraelsher hindrar fólk til dæmis að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir börnin sín í þessum tilgangi. Þessi herdeild vinnur líka við að búa til lista yfir skotmörk sem herinn hefur notað í yfirstandandi þjóðarmorði á Gaza. Afstaða stakra fræðimanna, sniðganga og mótmæli Við stutta netleit má komast að því að fyrirlesarinn frá Hebreska háskólanum í Jerúsalem hefur undanfarið mótmælt stjórnvöldum í Ísrael. Við vitum ekki hvort þau mótmæli einskorðast við tiltekna nálgun stjórnvalda á þjóðarmorðinu eða hvort þau snúast um hernámið og kúgunina í víðari skilningi. Það sem er þó ljóst er að ef hann stendur með Palestínu og styður það að enda kúgunina og þjóðarmorðið mun hann fagna sniðgöngu, jafnvel þó að hún bitni á honum sjálfum. Það er ennþá lítill hópur Gyðinga í Ísrael sem er andsnúinn tilraun ríkisins til að útrýma þjóð Palestínufólks þó að flestir þeirra hafi nú flúið land eða haldi sig í felum. Við sýnum þeim hópi stuðning með því að sniðganga akademískt samstarf við fulltrúa síonískra stofnana. Ég hvet Háskóla Íslands til að frysta allt slíkt samstarf og hefja ekki þiðnun fyrr en Palestína er frjáls. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildaskrá Til að gera lesturinn auðveldari er ekki vitnað í heimildir í textanum. Í honum er skautað yfir stórt svið og heimildaskráin er ætluð sem vegvísir fyrir fólk sem hefur áhuga á því að kynna sér málin nánar. Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice) (2024) Legal Consequences Arising from the Policies and Practices of Israel in the Occupied Palestinian Territory, including East Jerusalemhttps://www.icj-cij.org/sites/default/files/case-related/186/186-20240719-adv-01-00-en.pdf Cogan, Y. (2022). Academia, Weapons and Occupation: How Tel Aviv University Serves the Interests of the Israeli Military and Arms Industry. BDS. https://bdsmovement.net/news/academia-weapons-and-occupation-how-tel-aviv-university-serves-interests-israeli-military-and Dana, T. (2024). Notes on the ‘Exceptionalism’ of the Israeli Settler-Colonial Project. Middle East Critique, 33(2), 165–172. https://doi.org/10.1080/19436149.2024.2342733 Eghbariah, R. (2024). Toward Nakba As A Legal Concept. Columbia Law Review, 124(4), 887–992. https://columbialawreview.org/content/toward-nakba-as-a-legal-concept/ Háskóli Íslands (2022). Háskóli Íslands fordæmir innrás Rússa í Úkraínu https://www.hi.is/frettir/haskoli_islands_fordaemir_innras_russa_i_ukrainu Háskóli Íslands (2024). Bókun fulltrúa stúdenta um málefni Palestínu. Í Fundargerð háskólaráðs 2. maí 2024.https://www.hi.is/haskolinn/fundargerd_haskolarads_2_mai_2024 Middle East Eye (2024). War on Gaza: Hebrew University suspends prominent Palestinian academic. https://www.middleeasteye.net/news/hebrew-university-suspends-prominent-palestinian-academic Shalhoub-Kevorkian, N. (2020). Necropenology: Conquering new bodies, psychics, and territories of death in East Jerusalem. Identities, 27(3), 285–301. https://doi.org/10.1080/1070289X.2020.1737403 Sukarieh, M. (2024). How Israeli university presidents are proving the case for boycott. Mondoweiss. https://mondoweiss.net/2024/05/how-israeli-university-presidents-are-proving-the-case-for-boycott/ Wind, M. (2024). Towers of ivory and steel: How Israeli universities deny Palestinian freedom. Verso.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar