Skilur ekkert í niðurstöðu Guðrúnar Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 11:05 Róbert Spanó segir niðurstöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara ekki í lagi; forsendurnar fyrir ákvörðun hennar ekki lagalega tækar. vísir/vilhelm/aðsend Róbert Spanó, lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir að miðað við gefnar forsendur úrskurðar hefði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra átt að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni úr embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í nýrri grein sem Róbert birtir á Vísi. Þar fer hann yfir málið og telur niðurstöðu Guðrúnar í málinu ekki standast og að hún hafi í raun stórskaðað trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það tók Guðrúnu tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Róbert fer yfir forsendurnar sem Guðrún gefur sér. Að ummæli Helga hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og ekki í samræmi við stöðu hans heldur hafi þau verið til þess fallin að grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild,“ segir Róbert og vitnar til niðurstöðu Guðrúnar. Þrátt fyrir þetta vilji Guðrún ekki víkja Helga úr starfi? Ætla má að Guðrún hafi þarna viljað fella Salómonsdóm en verður ekki kápan úr því klæðinu. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er sérfræðingur í vinnurétti, sagði málið á brúninni þó henni hafi þótt niðurstaðan ágæt. Róbert segir málið ekki snúast um persónu Helga heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Og það sé ekki léttvægt. Erfitt sé að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af sjálfu leiði: „Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu,“ segir Róbert. Róbert bætir því þá við að sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum sé ekki lagalega tæk. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögmennska Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein sem Róbert birtir á Vísi. Þar fer hann yfir málið og telur niðurstöðu Guðrúnar í málinu ekki standast og að hún hafi í raun stórskaðað trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en það tók Guðrúnu tæpan mánuð að komast að þeirri niðurstöðu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því í lok júlí að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna tjáningar hans opinberlega á ýmsum málum. Um leið að mál Helga yrðu skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Vísaði hún til áminningar sem hún veitti honum árið 2022. Róbert fer yfir forsendurnar sem Guðrún gefur sér. Að ummæli Helga hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og ekki í samræmi við stöðu hans heldur hafi þau verið til þess fallin að grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild,“ segir Róbert og vitnar til niðurstöðu Guðrúnar. Þrátt fyrir þetta vilji Guðrún ekki víkja Helga úr starfi? Ætla má að Guðrún hafi þarna viljað fella Salómonsdóm en verður ekki kápan úr því klæðinu. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður, sem er sérfræðingur í vinnurétti, sagði málið á brúninni þó henni hafi þótt niðurstaðan ágæt. Róbert segir málið ekki snúast um persónu Helga heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Og það sé ekki léttvægt. Erfitt sé að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af sjálfu leiði: „Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu,“ segir Róbert. Róbert bætir því þá við að sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum sé ekki lagalega tæk.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögmennska Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15
Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42