Viðskipti innlent

Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar

Árni Sæberg skrifar
Viðskiptavinur Bónuss á Garðatorgi lét Vísi vita af vandræðunum.
Viðskiptavinur Bónuss á Garðatorgi lét Vísi vita af vandræðunum. Vísir/Vilhelm

Fjöldi viðskiptavina Bónuss hefur lent í því í morgun að geta ekki greitt með greiðslukorti vegna bilunar í færsluhirðingu hjá Verifone. Ekki liggur fyrir hvort bilunar hafi orðið vart víðar.

Þetta staðfestir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, í samtali við Vísi. Hann segir bilunar hafa orðið vart um klukkan 11:30 í dag og hlutir séu hægt en örugglega að komast í lag. Hann segir Bónus nýta færsluhirðingu hjá Landsbankanum og Verifone.

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að bilunin hafi orðið hjá Verifone en sé að komast í lag.

Að sögn sjónarvottar í verslun Bónuss á Smáratorgi lenti fjöldi viðskiptavina í því að vera ekki með reiðufé á sér og þurfa því að yfirgefa fullar innkaupakerrur í versluninni.

Uppfært klukkan 13:15: Öll kerfi Verifone eru komin í lag.

Ekki hefur náðst í fulltrúa Verifone á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×