Trump vígreifur en veit betur Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2024 16:12 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, þykir ekki hafa staðið sig vel í kappræðum vikunnar. Hann hefur ekki samþykkt að taka þátt í öðrum kappræðum. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. Heimildarmenn blaðamanna New York Times úr röðum Trump-liða segja forsetann fyrrverandi hafa verið vígreifan eftir kappræðurnar og að hann hafi sagt öllum sem vildu heyra að hann hefði staðið sig vel og sigrað kappræðurnar. Í frétt NYT segir hins vegar að aðgerðir Trumps eftir kappræðurnar gefi til kynna að hann hafi verið meðvitaður um raunverulega stöðu í kjölfar kappræðanna. Eftir kappræður Trumps og Joes Biden, forseta, í júní var stungið upp á því við Trump að hann færi fram, í svokallað „spunaherbergi“ þar sem fjölmiðlafólk og talsmenn frambjóðendanna voru á meðan á kappræðunum stóð. Trump taldi það þó óþarfa, því Biden hefði staðið sig svo illa að hann gæti setið hjá og fylgst með neikvæðri umfjöllun um frammistöðu hans. Strax eftir kappræðurnar gegn Harris var Trump mættur í spunaherbergið þar sem hann lýsti yfir miklum sigri og sagði frammistöðu sína hafa verið framúrskarandi. Þegar Trump spurði ráðgjafa sína að því hvernig hann hefði staðið sig sögðu flestir að hann hefði verið frábær, samkvæmt heimildum NYT. Trump og bandamenn hans hafa einnig haldið því fram að stjórnendur kappræðanna hafi staðið sig verulega illa og í raun verið með Harris í liði. Er það vegna þess að þau leiðréttu hann nokkrum sinnum. Í einu tilfelli leiðréttu þau hann þegar hann sagði að Demókratar væru að myrða nýfædd börn og kalla það þungunarrof, sem er ekki rétt. Í öðru leiðréttu þau hann þegar hann hélt því fram að innflytjendur frá Haítí væru að éta gæludýr fólks, sem er þvæla. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í enn eitt skipti leiðréttu þau Trump þegar hann staðhæfði að innflytjendur og hælisleitendur væru að fremja glæpi í massavís. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur gefið út tölfræði um að þessir hópar fremji hlutfallslega færri glæpi en innfæddir Bandaríkjamenn. Samkvæmt greiningu CNN á kappræðunum sagði Trump ítrekað ósatt, eða rúmlega þrjátíu sinnum. Harris sagði einungis einu sinni ósatt, þó hún sé sögð hafa teygt sannleikann nokkrum sinnum. Þora ekki að gagnrýna Trump Kannanir og viðtöl fjölmiðla við kjósendur vestanhafs sýna að meirihluti fólks telur Harris hafa staðið sig betur en Trump. Enn er þó of snemmt að segja til um hvort kappræðurnar muni hafa áhrif á fylgi frambjóðenda en þau hafa að undanförnu mælst hnífjöfn, bæði á landsvísu og í mikilvægustu ríkjunum. Þegar kemur að þingmönnum Repúblikanaflokksins hafa þeir að mestu hrósað Trump fyrir frammistöðu hans, sakað stjórnendur kappræðanna um að vera með Harris í liði. Örfáir hafa gagnrýnt frammistöðu Trumps. Þegar Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, var spurður út í frammistöðu Trumps gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. Öldungadeildarþingmaðurinn John Thune, sem vill taka við sem leiðtogi þingflokksins af Mitch McConnell, var óskýr í svörum og gekk sömuleiðis á brott, samkvæmt Washington Post. Í grein WP segir að Repúblikanar hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á því að fara í naflaskoðun, eins og Demókratar gerðu eftir að Biden stóð sig illa í kappræðunum við Trump í sumar. Þá hikuðu Demókratar ekki við að gagnrýna frammistöðu Bidens og leiddi það að endanum til þess að hann steig til hliðar og Harris tók við keflinu. Ástæðan er sú að Repúblikanar óttast viðbrögð Trumps við gagnrýni, jafnvel þó hann tapi kosningunum. Hann mun áfram hafa tangarhald á kjósendum flokksins og gæti hefnt sín harkalega á öllum þeim sem fara gegn honum eða hann telur óvini sína, eins og hann hefur áður gert. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. 10. september 2024 23:00 Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. 9. september 2024 15:17 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Heimildarmenn blaðamanna New York Times úr röðum Trump-liða segja forsetann fyrrverandi hafa verið vígreifan eftir kappræðurnar og að hann hafi sagt öllum sem vildu heyra að hann hefði staðið sig vel og sigrað kappræðurnar. Í frétt NYT segir hins vegar að aðgerðir Trumps eftir kappræðurnar gefi til kynna að hann hafi verið meðvitaður um raunverulega stöðu í kjölfar kappræðanna. Eftir kappræður Trumps og Joes Biden, forseta, í júní var stungið upp á því við Trump að hann færi fram, í svokallað „spunaherbergi“ þar sem fjölmiðlafólk og talsmenn frambjóðendanna voru á meðan á kappræðunum stóð. Trump taldi það þó óþarfa, því Biden hefði staðið sig svo illa að hann gæti setið hjá og fylgst með neikvæðri umfjöllun um frammistöðu hans. Strax eftir kappræðurnar gegn Harris var Trump mættur í spunaherbergið þar sem hann lýsti yfir miklum sigri og sagði frammistöðu sína hafa verið framúrskarandi. Þegar Trump spurði ráðgjafa sína að því hvernig hann hefði staðið sig sögðu flestir að hann hefði verið frábær, samkvæmt heimildum NYT. Trump og bandamenn hans hafa einnig haldið því fram að stjórnendur kappræðanna hafi staðið sig verulega illa og í raun verið með Harris í liði. Er það vegna þess að þau leiðréttu hann nokkrum sinnum. Í einu tilfelli leiðréttu þau hann þegar hann sagði að Demókratar væru að myrða nýfædd börn og kalla það þungunarrof, sem er ekki rétt. Í öðru leiðréttu þau hann þegar hann hélt því fram að innflytjendur frá Haítí væru að éta gæludýr fólks, sem er þvæla. Sjá einnig: Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Í enn eitt skipti leiðréttu þau Trump þegar hann staðhæfði að innflytjendur og hælisleitendur væru að fremja glæpi í massavís. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur gefið út tölfræði um að þessir hópar fremji hlutfallslega færri glæpi en innfæddir Bandaríkjamenn. Samkvæmt greiningu CNN á kappræðunum sagði Trump ítrekað ósatt, eða rúmlega þrjátíu sinnum. Harris sagði einungis einu sinni ósatt, þó hún sé sögð hafa teygt sannleikann nokkrum sinnum. Þora ekki að gagnrýna Trump Kannanir og viðtöl fjölmiðla við kjósendur vestanhafs sýna að meirihluti fólks telur Harris hafa staðið sig betur en Trump. Enn er þó of snemmt að segja til um hvort kappræðurnar muni hafa áhrif á fylgi frambjóðenda en þau hafa að undanförnu mælst hnífjöfn, bæði á landsvísu og í mikilvægustu ríkjunum. Þegar kemur að þingmönnum Repúblikanaflokksins hafa þeir að mestu hrósað Trump fyrir frammistöðu hans, sakað stjórnendur kappræðanna um að vera með Harris í liði. Örfáir hafa gagnrýnt frammistöðu Trumps. Þegar Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, var spurður út í frammistöðu Trumps gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. Öldungadeildarþingmaðurinn John Thune, sem vill taka við sem leiðtogi þingflokksins af Mitch McConnell, var óskýr í svörum og gekk sömuleiðis á brott, samkvæmt Washington Post. Í grein WP segir að Repúblikanar hafi ekki sýnt nokkurn áhuga á því að fara í naflaskoðun, eins og Demókratar gerðu eftir að Biden stóð sig illa í kappræðunum við Trump í sumar. Þá hikuðu Demókratar ekki við að gagnrýna frammistöðu Bidens og leiddi það að endanum til þess að hann steig til hliðar og Harris tók við keflinu. Ástæðan er sú að Repúblikanar óttast viðbrögð Trumps við gagnrýni, jafnvel þó hann tapi kosningunum. Hann mun áfram hafa tangarhald á kjósendum flokksins og gæti hefnt sín harkalega á öllum þeim sem fara gegn honum eða hann telur óvini sína, eins og hann hefur áður gert.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. 10. september 2024 23:00 Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. 9. september 2024 15:17 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Bein útsending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum. 10. september 2024 23:00
Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. 9. september 2024 15:17