Lífið

Fiskikóngurinn fékk golfkúlu í hausinn

Jakob Bjarnar skrifar
Kristján Berg, sjálfur Fiskikóngurinn, varð fyrir því óláni að fá golfkúlu í hausinn. Hann greinir sjálfur frá atvikinu og grínast með að hann sé nú einn fárra sem hafi komiðst í hinn fámenna hóp „Golfkúla-í-hausinn“.
Kristján Berg, sjálfur Fiskikóngurinn, varð fyrir því óláni að fá golfkúlu í hausinn. Hann greinir sjálfur frá atvikinu og grínast með að hann sé nú einn fárra sem hafi komiðst í hinn fámenna hóp „Golfkúla-í-hausinn“. facebook

Kristján Berg, sem betur er þekkur sem sjálfur Fiskikóngurinn, fékk golfkúlu í hausinn. En hann er hvergi nærri af baki dottinn, ber sig vel og er hvergi nærri hættur í golfi.

Kristján greinir sjálfur frá þessu atviki á Facebook-síðu sinni og gerir það að hætti hússins.

„Blóð sviti og tár á golfmóti Thorship. Er á slysó eftir að hafa fengið golfkúlu í hausinn á fullu afli,“ segir Kristján og sýnir myndir af sjálfum sér og áverkanum. Þar getur að líta mikið sár á ofanverðu enni Kristjáns.

Kristján segist vera „all in“ í þessu sporti, það sé ljóst og hlær. En hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið kúluna í augað.

„Ég er sennilega kominn í fámennan hóp einstaklinga „golfkúla í hausinn“ hópinn. Held að færri fái kúlu í hausinn en þeir sem fara holu í höggi,“ segir Kristján og setur inn merki þess efnis að honum sé skemmt. Og tilkynnir að hann sé hvergi nærri hættur í golfi.

„Ef það væri ekki svona mikil bið á slysó þá næði ég seinni níu. Ég var á barnum við veitingabílinn, ætlaði að fá mér drykk og samloku. Þyrfti drykkinn núna en samlokan mætti bíða, enda ég aðeins of þungur,“ segir Kristján og grínast með óhappið. Enda fátt annað að gera.

Og hann veltir því fyrir sér hvort hér sé um tákn að ræða frá sjálfu almættinu: „Gult spjald á samlokurnar.“

Vart þarf að hafa á því orð en samúðarkveðjur streyma að vonum inn á Facebook-síðu Kristjáns og er hann hvattur til að fara varlega.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.