Þurfum að hafa varann á einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 20:02 Göran Dahlgren var meðal þeirra sem tóku þátt í málþinginu. Vísir/Einar Sérfræðingur segir Íslendinga þurfa hafa varann á hvað varðar einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu. Formaður BSRB segir vanfjármögnun stjórnvalda meðal annars skýra langa biðlista eftir aðgerðum. Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Í dag fór fram málþing sem bar yfirskriftina Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Þingið var skipulagt af ASÍ, BSRB og Öryrkjabandalaginu og fóru sænskir sérfræðingar yfir aðgerðir stéttarfélaga og félagasamtaka þegar kemur að arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri. Helstu toppar heilbrigðiskerfisins hér á landi voru mættir, þar á meðal Alma Möller landlæknir, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Frá málþinginu í dag.Vísir/Einar Prófessorinn Göran Dahlgren segir einkavæðinguna hafa mikil áhrif. „Í fyrsta lagi eykst ranglætið. Þeir sem búa á efnuðum þéttbýlissvæðum njóta þeirra forréttinda að geta keypt þetta en þeir sem búa á fátækari svæðum njóta þeirra ekki. Þeir sem búa í dreifbýli njóta þeirra ekki en borgarbúar njóta þeirra,“ segir Göran. Einkavæðing geri alla heilbrigðisþjónustu dýrari. Íslendingar þurfi að hafa varann á. „Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að þegar viðskiptahagsmunum er leyft að koma inn í kerfið þá hefur það þessi áhrif. Það sést úti um allan heim. Það sem þið gætuð gert núna þegar það eru engar einkareknar sjúkratryggingar er að koma í veg fyrir þær áður en þær koma. Því þær grafa undan almannakerfinu meira en nokkuð annað,“ segir Göran. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um bakaðgerðir sem framkvæmdar eru í Orkuhúsinu vegna þess að biðlistinn á Landspítalanum er of langur. Fólk greiðir fúlgu fjár fyrir þær þar sem ekki eru samningar við Sjúkratryggingar. Formaður BSRB segir það alls ekki gott mál en það sé afleiðing vanfjármögnunar stjórnvalda til heilbrigðismála. „Kjarni þess að vera með opinbert heilbrigðiskerfi er að það sé ekki svona langur biðlisti eftir aðgerðum eins og hjá sérfræðilæknum. Það er birtingarmynd þess að kerfið hefur verið vanfjármagnað. Við viljum ekki að fólk þurfi að bíða og við viljum heldur ekki að það þurfi að leita annað þar sem það þarf að greiða fyrir þjónustuna,“ segir Sonja. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Einar
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira