Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 11:32 Medhi Narjissi var afar efnilegur ruðningsmaður og hafði samið við frönsku meistarana í Toulouse. Twitter Franska ruðningssambandið íhugar nú að kæra stjórnendur U18-ára landsliðs karla vegna ábyrgðarleysis sem þeir sýndu þegar hinn 17 ára gamli Medhi Narjissi hvarf í sjóinn í ágúst. Sterkar öldur hrifu Narjissi með sér þegar hann var ásamt liðsfélögum sínum í franska U18-landsliðinu að synda í sjónum við Höfðaborg í Suður-Afríku. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Franski hópurinn var að undirbúa sig fyrir fimm þjóða mót í Suður-Afríku, þar sem Narjissi og félagar áttu að mæta heimamönnum, Englendingum, Írum og Georgíumönnum. Samkvæmt rannsókn franska ruðningssambandsins sýndu stjórnendur landsliðsins grafalvarlegt ábyrgðarleysi með því að hundsa viðvörunarskilti á ströndinni. Varað er við því, við Dias-ströndina, að hættulegt sé að synda í sjónum.Twitter „Ákvörðunin um að verja hvíldarstund í sjónum við Dias-ströndina var tekin án þess að hugsa um hætturnar sem því fylgja, sérstaklega varðandi strauma, öldur og kletta,“ segir franska sambandið sem eins og fyrr segir íhugar nú að kæra þá sem báru ábyrgð á hópnum. „Þetta er ekki slys“ Medhi Narjissi var nýbúinn að semja við franska meistaraliðið Toulouse en hann er sonur Jalil Narjissi, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Marokkó. Jaril hefur gagnrýnt þá sem stýrðu franska hópnum: „Þetta er ekki slys. Þetta gerðist af ástæðu,“ sagði Jalil. „Rútuslys, flugslys eða ef Medhi hefði meiðst og lamast, þá værum við öll einfaldlega miður okkar. En svona lagað á ekki að gerast. Þeir léku sér með líf barnanna okkar,“ sagði Jalil. Franska ruðningssambandið hefur látið foreldra Narjissi fá öll gögn sem tóksot að safna og einnig sent þau til franska íþróttamálaráðuneytisins. Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Sterkar öldur hrifu Narjissi með sér þegar hann var ásamt liðsfélögum sínum í franska U18-landsliðinu að synda í sjónum við Höfðaborg í Suður-Afríku. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Franski hópurinn var að undirbúa sig fyrir fimm þjóða mót í Suður-Afríku, þar sem Narjissi og félagar áttu að mæta heimamönnum, Englendingum, Írum og Georgíumönnum. Samkvæmt rannsókn franska ruðningssambandsins sýndu stjórnendur landsliðsins grafalvarlegt ábyrgðarleysi með því að hundsa viðvörunarskilti á ströndinni. Varað er við því, við Dias-ströndina, að hættulegt sé að synda í sjónum.Twitter „Ákvörðunin um að verja hvíldarstund í sjónum við Dias-ströndina var tekin án þess að hugsa um hætturnar sem því fylgja, sérstaklega varðandi strauma, öldur og kletta,“ segir franska sambandið sem eins og fyrr segir íhugar nú að kæra þá sem báru ábyrgð á hópnum. „Þetta er ekki slys“ Medhi Narjissi var nýbúinn að semja við franska meistaraliðið Toulouse en hann er sonur Jalil Narjissi, fyrrverandi landsliðsfyrirliða Marokkó. Jaril hefur gagnrýnt þá sem stýrðu franska hópnum: „Þetta er ekki slys. Þetta gerðist af ástæðu,“ sagði Jalil. „Rútuslys, flugslys eða ef Medhi hefði meiðst og lamast, þá værum við öll einfaldlega miður okkar. En svona lagað á ekki að gerast. Þeir léku sér með líf barnanna okkar,“ sagði Jalil. Franska ruðningssambandið hefur látið foreldra Narjissi fá öll gögn sem tóksot að safna og einnig sent þau til franska íþróttamálaráðuneytisins.
Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira