Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 13. september 2024 19:55 vísir/Diego Topplið Breiðabliks vann öruggan 4-1 sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta og heldur þar með í toppsætið. Liðið er með eins stigs forystu á Val á toppi deildarinnar og stefnir í æsispennandi lokaumferðir. Leikurinn var liður í annarri umferð af fimm í keppni sex efstu liða deildarinnar. Fyrstu tvo mörk Breiðabliks, sem komu um miðjan fyrri hálfleik voru keimlík. Blikar sluppu upp hægri vænginn, fengu mikinn tíma og pláss til þess að athafna og kláruðu færin með góðum skotum. Í fyrra skiptið var það Samantha Rose Smith sem fann Karítas Tómasdóttur inni á vítateig Þróttar. Þegar Breiðablik tvöfaldaði síðan forystu sína geystist Barbára Sól upp kantinn og lagði boltann á Andreu Rut Bjarnadóttur, sem skoraði gegn uppeldisfélagi sínu. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir bætti svo þriðja marki Breiðabliks við þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Hrafnhildur Ása, sem kom inná sem varamaður í leiknum fékk þá sendingu frá öðrum varamanni, Jakobínu Hjörvarsdóttur. Hrafnhildur setti boltann í netið með huggulegu skoti sem rataði upp í samskeytin. Hin bráðefnilega Þórdís Nanna Ágústsdóttir klóraði í bakkann fyrir Þrótt með sinni fyrstu snertingu í leiknum einungis örfáum sekúndum eftir að hún kom inná sem varamaður. Framherjinn var fljót að láta til sín taka. Samantha rak svo síðasta naglann í líkkistu Þróttar þegar hún kórónaði góðan leik sinn í uppbótartíma leiksins með snotru marki sínu. Samantha vippaði boltann þá laglega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Breiðablik hefur áfram eins stigs forskot á Val á toppi deildarinnar en Valur sótti þrjú norður yfir heiðar á móti Þór/KA fyrr í kvöld. Allt útlit er fyrir að úrslitin á Íslandsmótinu muni ráðast þegar Breiðablik og Valur mætast í lokaumferð deildarinnar. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. Vísir/Anton Brink Ólafur Helgi: Klárt rautt spjald sem hefði breytt leiknum „Við vorum hugaðri á boltann í þessum leik en síðast þegar við mættum Blikum og það er mjög jákvætt. Við komumst oft í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta nógu vel. Blikar eru hins vegar með gott lið sem refsar vel fyrir mistök og þær gerðu það í kvöld,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Það var hins vegar vendipunktur í leiknum þegar Freyja Karín er klárlega felld hér í upphafi leiks þegar hún var að sleppa i gegn. Frá mínum bæjardyrum séð og eftir því sem ég hef heyrt hjá sem hafa séð þetta aftur þá var þetta klárt rautt spjald sem hefði getað breytt leiknum,“ sagði Ólafur Helgi ósáttur. „Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar hlutum og nota leikina sem eftir eru til þess að bæta okkar leik. Það var margt gott sem við getum tekið úr þessum leik. Nú þarf bara að fínpússa nokkur atriði og freista þess að útfæra sóknirnar á skilvirkari hátt,“ sagði þjálfarinn. Þróttur hefur skorað 25 mörk í 20 deildarleikjum sínum á yfirstandandi keppnistímabili og því má leiða líkum að því að Ólafur Helgi muni leggja ríka áherslu á að bæta sóknarleikinn í síðustu leikjum tímabilsins og á undirbúningstímabilinu fyrir næstu leiktíð. Nik Chamberlain: Varamennirnir skiptu sköpum „Við höfum klárlega spilað betur en að þessu sinni en sem betur fer dugði þessi spilamennska til þess að fara með sigur af hólmi. Mögulega var einhver þreyta eftir leikinn við Sporting ég bara veit það ekki. Það var allavega eitthveð slen yfir okkur,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Varamenninir áttu aftur á móti góðar innkomur og sáu til þess að við náðum að sigla þessu í höfn. Hrafnhildur Ása skoraði frábært mark með skoti sem hún æfir á hverri æfingu og fyrir alla leiki. Það skilaði sér í þessum leik. Hinir varamennirnir komu líka inn af krafti,“ sagði Nik enn fremur . „Einbeitingin fer núna í það að safna orku og gera okkur klárar í hörkuleik á móti Þór/KA. Það verður erfitt verkefni eins og allir þeir leikir sem við eigum eftir í deildinni. Við þurfum að spila betur í þeim leik ef við ætlum okkur í þrjú stig þar,“ sagði hann um framhaldið. Blikar eiga eftir að spila við Þór/KA, FH og svo Val sem anda ofan í hálsmálið á toppliðinu. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Þróttarar voru ekki sáttir þegar um það bil tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá var Freyja Karín Þorvarðardóttir ein í gegnum vörn Breiðabliks. Elín Helena Karlsdóttir virtist fella Freyju Karín sem fell við. Bríet Bragadóttir, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast og lét leikinn halda áfram. Það hefði mögulega breytt þróun leiksin hefði Þróttur leikið einum leikmanni fleiri lungann úr leiknum. Stjörnur og skúrkar Samantha var hættuleg í framlínu Breiðabliks og lagði upp fyrra mark Blika og skoraði annað. Þess utan skapaði hún fjölmörg færi fyrir sjálfa sig og samherja sína. Agla María Albertsdóttir og Karítas voru öflugar inni á miðsvæðinu og tengdu þær báðar spilið vel milli varnar og sóknar. Barbára Sól átti góðan leik í hægri bakverðinum bæði í varnarleik sem og sóknaleiknum. Hjá Þrótti var Ísabella Anna Húbertsdóttir iðin við að reyna að skapa usla í vörn Breiðabliks. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var svo öflug inni á miðsvæðinu hjá heimakonum. Dómarar leiksins Bríet Bragadóttir og teymið hennar átti heldur náðugan dag en svo virtist þó sem Bríet hafi gert afdrifarík mistök þegar Elín Helena nartaði í hæla Freyju Karínar. Af þeim sökum lækkar einkunn Bríetar niður í sjö. Stemming og umgjörð Það var fín stemming í blíðskaparveðri í Laugardalnum. Ágætlega mætt af bæði Þrótturum og Blikum. Allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar eins og best verður á kosið í fallegu vallarstæði Þróttara. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik
Topplið Breiðabliks vann öruggan 4-1 sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta og heldur þar með í toppsætið. Liðið er með eins stigs forystu á Val á toppi deildarinnar og stefnir í æsispennandi lokaumferðir. Leikurinn var liður í annarri umferð af fimm í keppni sex efstu liða deildarinnar. Fyrstu tvo mörk Breiðabliks, sem komu um miðjan fyrri hálfleik voru keimlík. Blikar sluppu upp hægri vænginn, fengu mikinn tíma og pláss til þess að athafna og kláruðu færin með góðum skotum. Í fyrra skiptið var það Samantha Rose Smith sem fann Karítas Tómasdóttur inni á vítateig Þróttar. Þegar Breiðablik tvöfaldaði síðan forystu sína geystist Barbára Sól upp kantinn og lagði boltann á Andreu Rut Bjarnadóttur, sem skoraði gegn uppeldisfélagi sínu. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir bætti svo þriðja marki Breiðabliks við þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Hrafnhildur Ása, sem kom inná sem varamaður í leiknum fékk þá sendingu frá öðrum varamanni, Jakobínu Hjörvarsdóttur. Hrafnhildur setti boltann í netið með huggulegu skoti sem rataði upp í samskeytin. Hin bráðefnilega Þórdís Nanna Ágústsdóttir klóraði í bakkann fyrir Þrótt með sinni fyrstu snertingu í leiknum einungis örfáum sekúndum eftir að hún kom inná sem varamaður. Framherjinn var fljót að láta til sín taka. Samantha rak svo síðasta naglann í líkkistu Þróttar þegar hún kórónaði góðan leik sinn í uppbótartíma leiksins með snotru marki sínu. Samantha vippaði boltann þá laglega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Breiðablik hefur áfram eins stigs forskot á Val á toppi deildarinnar en Valur sótti þrjú norður yfir heiðar á móti Þór/KA fyrr í kvöld. Allt útlit er fyrir að úrslitin á Íslandsmótinu muni ráðast þegar Breiðablik og Valur mætast í lokaumferð deildarinnar. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. Vísir/Anton Brink Ólafur Helgi: Klárt rautt spjald sem hefði breytt leiknum „Við vorum hugaðri á boltann í þessum leik en síðast þegar við mættum Blikum og það er mjög jákvætt. Við komumst oft í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta nógu vel. Blikar eru hins vegar með gott lið sem refsar vel fyrir mistök og þær gerðu það í kvöld,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Það var hins vegar vendipunktur í leiknum þegar Freyja Karín er klárlega felld hér í upphafi leiks þegar hún var að sleppa i gegn. Frá mínum bæjardyrum séð og eftir því sem ég hef heyrt hjá sem hafa séð þetta aftur þá var þetta klárt rautt spjald sem hefði getað breytt leiknum,“ sagði Ólafur Helgi ósáttur. „Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar hlutum og nota leikina sem eftir eru til þess að bæta okkar leik. Það var margt gott sem við getum tekið úr þessum leik. Nú þarf bara að fínpússa nokkur atriði og freista þess að útfæra sóknirnar á skilvirkari hátt,“ sagði þjálfarinn. Þróttur hefur skorað 25 mörk í 20 deildarleikjum sínum á yfirstandandi keppnistímabili og því má leiða líkum að því að Ólafur Helgi muni leggja ríka áherslu á að bæta sóknarleikinn í síðustu leikjum tímabilsins og á undirbúningstímabilinu fyrir næstu leiktíð. Nik Chamberlain: Varamennirnir skiptu sköpum „Við höfum klárlega spilað betur en að þessu sinni en sem betur fer dugði þessi spilamennska til þess að fara með sigur af hólmi. Mögulega var einhver þreyta eftir leikinn við Sporting ég bara veit það ekki. Það var allavega eitthveð slen yfir okkur,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Varamenninir áttu aftur á móti góðar innkomur og sáu til þess að við náðum að sigla þessu í höfn. Hrafnhildur Ása skoraði frábært mark með skoti sem hún æfir á hverri æfingu og fyrir alla leiki. Það skilaði sér í þessum leik. Hinir varamennirnir komu líka inn af krafti,“ sagði Nik enn fremur . „Einbeitingin fer núna í það að safna orku og gera okkur klárar í hörkuleik á móti Þór/KA. Það verður erfitt verkefni eins og allir þeir leikir sem við eigum eftir í deildinni. Við þurfum að spila betur í þeim leik ef við ætlum okkur í þrjú stig þar,“ sagði hann um framhaldið. Blikar eiga eftir að spila við Þór/KA, FH og svo Val sem anda ofan í hálsmálið á toppliðinu. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Þróttarar voru ekki sáttir þegar um það bil tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá var Freyja Karín Þorvarðardóttir ein í gegnum vörn Breiðabliks. Elín Helena Karlsdóttir virtist fella Freyju Karín sem fell við. Bríet Bragadóttir, dómari leiksins, lét sér fátt um finnast og lét leikinn halda áfram. Það hefði mögulega breytt þróun leiksin hefði Þróttur leikið einum leikmanni fleiri lungann úr leiknum. Stjörnur og skúrkar Samantha var hættuleg í framlínu Breiðabliks og lagði upp fyrra mark Blika og skoraði annað. Þess utan skapaði hún fjölmörg færi fyrir sjálfa sig og samherja sína. Agla María Albertsdóttir og Karítas voru öflugar inni á miðsvæðinu og tengdu þær báðar spilið vel milli varnar og sóknar. Barbára Sól átti góðan leik í hægri bakverðinum bæði í varnarleik sem og sóknaleiknum. Hjá Þrótti var Ísabella Anna Húbertsdóttir iðin við að reyna að skapa usla í vörn Breiðabliks. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var svo öflug inni á miðsvæðinu hjá heimakonum. Dómarar leiksins Bríet Bragadóttir og teymið hennar átti heldur náðugan dag en svo virtist þó sem Bríet hafi gert afdrifarík mistök þegar Elín Helena nartaði í hæla Freyju Karínar. Af þeim sökum lækkar einkunn Bríetar niður í sjö. Stemming og umgjörð Það var fín stemming í blíðskaparveðri í Laugardalnum. Ágætlega mætt af bæði Þrótturum og Blikum. Allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar eins og best verður á kosið í fallegu vallarstæði Þróttara.