„Ég stend við þessa ákvörðun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 19:26 Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína Vísir Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Hún segir eðlilegt að fram komi ólík sjónarmið enda eigi málið sér fá sem engin fordæmi. Ríkissaksóknari telur umræðu um málið hafa verið óvægna gagnvart embættinu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún. Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún.
Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira