Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 21:48 Kylfusveinarnir, sem eru af karlkyni, rifu sig úr að ofan til að fagna sigrinum. Kylfingarnir, sem eru allir af kvenkyni, létu það hins vegar vera. Scott Taetsch/Getty Images Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu á Solheim bikarmótinu í golfi. Evrópa hafði unnið síðustu fjórar keppnir en komst ekki nálægt titlinum í ár. Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu. Golf Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu.
Golf Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira