Berbrjósta kylfusveinar fagna sigri á kvennagolfmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 21:48 Kylfusveinarnir, sem eru af karlkyni, rifu sig úr að ofan til að fagna sigrinum. Kylfingarnir, sem eru allir af kvenkyni, létu það hins vegar vera. Scott Taetsch/Getty Images Lið Bandaríkjanna vann lið Evrópu á Solheim bikarmótinu í golfi. Evrópa hafði unnið síðustu fjórar keppnir en komst ekki nálægt titlinum í ár. Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu. Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkin unnu fyrstu tvo keppnisdagana og voru langt á undan þegar lagt var af stað í dag. Evrópa náði hins vegar ágætis áhlaupi, vann daginn með sex og hálfu stigaði, minnkaði því muninn töluvert, en vantaði þrjú stig upp á þegar allt kom til alls. Mestu skipti þar stigasöfnun Englendingsins Charley Hull, sem vann stórsigur í aðalviðureigninni gegn Nelly Korda, en eins og áður segir dugði það ekki til. Það vakti töluverða athygli í gær þegar einn kylfusveinn missti sig í fagnaðarlátum og reif sig úr að ofan. Kollegar hans ákváðu að halda því áfram í dag.Gregory Shamus/Getty Images Mótið er haldið annað hvert ár og verður næst á Bernardus golfvellinum í Hollandi. Sambærilegt mót er haldið í karlaflokki og kallast Ryder Cup, en það fer fram á næsta ári í New York. Auk þess er haldið Solheim bikarmót fyrir ungmenni, þar átti Ísland einn þátttakanda. Perlu Sól Sigurbrandsdóttur, sem átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir lið Evrópu.
Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira