Snemma í bardaganum rákust höfuð þeirra Aldanas og Dumonts saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni þeirrar fyrrnefndu.
Skurðmeistari Aldanas reyndi allt hvað hann gat til að gera að sárum hennar en án mikils árangurs.
Aldana hélt samt áfram að berjast og undir lok bardagans var hún orðin nær óþekkjanleg eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.
Aldana varð á endanum að játa sig sigraða fyrir Dumont en dómararnir voru einróma í ákvörðun sinni.