Var Díana prinsessa myrt? Boði Logason skrifar 16. september 2024 09:22 Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Getty Allt frá hörmulega bílslysinu í París fyrir næstum þrjátíu árum hefur ríkt tortryggni í garð opinberra skýringa á andláti Díönu prinsessu. Mælingar hafa sýnt að næstum fjórir af hverjum tíu Bretum trúðu því ekki að um slys hafi verið að ræða og þriðjungur taldi að hún hafi verið myrt. Var þetta bara bílslys eða er ástæða til að tortryggja opinberar skýringar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis. Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis.
Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47