Var Díana prinsessa myrt? Boði Logason skrifar 16. september 2024 09:22 Þegar Díana lést var hún með nýjum kærasta sínum, Dodi Fayed, en hann lét einnig lífið í árekstrinum. Getty Allt frá hörmulega bílslysinu í París fyrir næstum þrjátíu árum hefur ríkt tortryggni í garð opinberra skýringa á andláti Díönu prinsessu. Mælingar hafa sýnt að næstum fjórir af hverjum tíu Bretum trúðu því ekki að um slys hafi verið að ræða og þriðjungur taldi að hún hafi verið myrt. Var þetta bara bílslys eða er ástæða til að tortryggja opinberar skýringar? Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis. Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Í nýjasta þætti Skuggavaldsins fjalla prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann um andlát Díönu prinsessu. Opinberar skýringar segja að hún hafi látist í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997 þegar hún flúði eltismella ásamt kærasta sínum Dody Al Fayed. En allar götur frá hinni voveiflegu nótt í París hafa ýmsar samsæriskenningar verið á sveimi um að konungsfjölskyldan, ýmist á eigin vegum, ellegar í samkrulli við bresku leyniþjónustuna MI6, hafi valdið dauða Díönu. Aðrar samsæriskenningar herma að vopnaframleiðendur hafi komið bílslysinu í kring vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ýmsar fleiri grunsemdir hafa að auki lengi verið á kreiki. En hvað er satt og rétt í þessum sögum? Og hvers vegna eru yfirvöld og alþjóðafyrirtæki grunuð um græsku í sögunni af dauða Díönu? Í þessum fyrri þætti af tveimur um andlát Díönu fara þau Hulda og Eiríkur yfir baksögu Díönu. Þau ræða uppvöxtinn, erfitt hjónaband hennar við Karl Bretaprins, ímynd hennar sem „prinsessa fólksins“ og aðdraganda atburðanna sem áttu sér stað hinn örlagaríka dag. Díana var þekkt fyrir mikla samkennd með fólki, sérstaklega með þeim sem höfðu orðið undir í samfélaginu. Hún vakti heimsathygli þegar hún tók í höndina á HIV-smituðum sjúklingi til að draga úr fordómum og var ein fyrsta opinbera persónan til þess að gera það. Þessar miklu vinsældir, samhliða erfiðu einkalífi hennar, vöktu samúð en einnig umtalsverða fjölmiðlaathygli. Þjóðarsorg ríkti í Bretlandi eftir að Díana prinsessa lést í árekstrinum í París árið 1997.Getty Þegar hjónaband hennar og Karls tók að liðast í sundur og fjölmiðlar hófu að fjalla um meint framhjáhald Karls með Camillu Parker Bowles, þróaði Díana með sér átröskun og sjálfsskaða. Díana og Karl skildu árið 1996. Hún tók svo saman við Dody Al Fayed, son Mohammed Al Fayed, auðugs viðskiptamanns sumarið eftir. Í þættinum er fjallað um atburðarrásina 31. ágúst 1997, þegar þau Díana og Dody reyndu að flýja fjölmiðlafólk í gegnum bakdyr á Ritz hótelinu. Blaðaljósmyndarar gerðu þeim eftirför og bíllinn endaði á vegg í göngum undir Pont de l'Alma brúnni. Dody og bílstjórinn dóu samstundis en Díana lést fjórum klukkustundum síðar á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir opinberar skýringar um slysið, að bílstjórinn Henrys Paul hafi verið undir áhrifum áfengis og þunglyndislyfja og hafi misst stjórn á bílnum í eftirförinni, hafa ýmsir vakið upp spurningar um ótrúlega atburðarás þessa dags. Í næsta þætti verður farið nánar yfir þær samsæriskenningar sem sprottið hafa upp í kjölfarið. Fleiri þætti af Skuggavaldinu má nálgast á TAL, hlaðvarpssíðu Vísis.
Kóngafólk Bretland Skuggavaldið Tengdar fréttir Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Íslendingar ginnkeyptir fyrir pólitískum samsæriskenningum Íslendingar eru ginnkeyptari fyrir pólitískum samsæriskenningum heldur íbúar í öðrum ríkjum Norðurlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Skuggavaldsins en í þessu nýja hlaðvarpi ræða stjórnmálafræðiprófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. 2. september 2024 09:47