Innherji

Stefnir að sölu eigna og aukinni skuld­setningu til að bæta arð­semi Eikar

Hörður Ægisson skrifar
Gunnar Þór Gíslason, einn eigenda Langasjávar, en hann fer fyrir fjárfestingafélaginu og situr í stjórn Eikar.
Gunnar Þór Gíslason, einn eigenda Langasjávar, en hann fer fyrir fjárfestingafélaginu og situr í stjórn Eikar. Samsett

Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.


Tengdar fréttir

Keypti sæl­gætis­gerðina Freyju fyrir vel á þriðja milljarð króna

Eignir Langasjávar, stór hluthafi í öllum þremur skráðu fasteignafélögunum og eigandi Ölmu íbúðafélags, rufu 100 milljarða króna múrinn um síðustu áramót en hagnaðurinn dróst engu að síður mikið saman, meðal annars vegna hækkandi fjármagnskostnaðar en félagið skuldar yfir 80 milljarða. Sælgætisgerðin Freyja bættist við eignasafn Langasjávar undir lok síðasta árs þegar það keypti fyrirtækið fyrir vel á þriðja milljarð króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×