Shogun á spjöld sögunnar á Emmy verðlaunahátíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2024 09:56 Hópurinn sem kom að gerð Shogun þáttanna var hæstánægður á Emmy verðlaunahátíðinni í nótt. Kevin Mazur/Getty Images Sjónvarpsþáttaseríur líkt og Shogun, The Bear og Baby Reindeer voru meðal þeirra sería sem hlutu flest verðlaun á Emmy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hver sería um sig fékk fjögur verðlaun. Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki. Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins. Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik. The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík. Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni. Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Hollywood Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira