Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2024 14:31 María Thelma og Steinarr ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi. Ástin og lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.
Ástin og lífið Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira