Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 15:22 Birkir Ágústsson, framkvæmdastjóri miðla, og Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar. Síminn Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að breytingarnar séu hluti af framtíðarsýn félagsins og endurspegli fyrst og fremst aukna áherslu á sölu, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Vésteinn Gauti leiðir auglýsingamiðlun Í tilkynningu segir að annað nýju sviðanna sé auglýsingamiðlun, sem sé nýtt tekjusvið þar sem auglýsingalausnir Símans og dótturfélagsins Billboard muni saman þróa og festa í sessi nútímalegar auglýsingalausnir ásamt frekari nýsköpun þar sem gögn og gervigreind spili stórt hlutverk. Vésteinn Gauti Hauksson sé nýr framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar en hann komi til Símans frá Billboard. Áður hafi Vésteinn starfað sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hafi áratugareynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla. Sjónvarpsefni og markaðsmál í eina sæng Miðlar sé nýtt svið þar sem sjónvarpsefni og markaðsmál sameinist undir stjórn Birkis Ágústssonar, sem taki sæti í framkvæmdastjórn. Sviðið muni stýra framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, innkaupum á erlendu sjónvarpsefni ásamt því að stýra ásýnd vörumerkis Símans. Nýtt svið muni styrkja Sjónvarp Símans Premium og hefja markaðslega sókn Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að efla sjónvarpsþjónustu Símans í heild sinni fram á við. Birkir hafi leitt innlenda dagskrárgerð hjá Símanum undanfarin ár við góðan orðstír, en starfað áður sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Áður hafi Birkir verið markaðssérfræðingur hjá Símanum og 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Fjármálasvið tekur yfir sjálfbærnimálin Þá segir í tilkynningu að sviðið sjálfbærni og menning hafi verið lagt niður sjálfbærnimál færist til fjármálasviðs en verði áfram unnin þvert á félagið. Flokkunarreglugerð ESB og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf kalli á stórauknar mælingar og upplýsingagjöf, sem fjármálasvið muni leiða. Við þessar breytingar muni Erla Ósk Ásgeirsdóttir láta af störfum hjá Símanum. „Ég geng stolt frá borði. Þetta hafa verið viðburðarrík ár hjá Símanum. Við höfum áorkað miklu saman sem við getum öll verið stolt af og ég óska starfsfólki Símans alls hins besta í framtíðinni enda einstakur mannauður sem starfar hjá Símanum,“ er haft eftir henni. Rökrétt framhald Haft er eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, að breytingarnar séu rökrétt framhald af þeirri þróun fyrirtækisins að leggja aukna áherslu á vöruþróun og þjónustuupplifun. „Ég vil þakka Erlu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til fyrirtækisins á síðustu árum. Erla hefur leitt stór verkefni innan Símans með góðum árangri, þar með talið endurmörkun vörumerksins, stefnumótunarvinnu og innleiðingu sjálfbærnistjórnkerfis. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“ Síminn Vistaskipti Sjálfbærni Fjarskipti Tengdar fréttir Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að breytingarnar séu hluti af framtíðarsýn félagsins og endurspegli fyrst og fremst aukna áherslu á sölu, markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Vésteinn Gauti leiðir auglýsingamiðlun Í tilkynningu segir að annað nýju sviðanna sé auglýsingamiðlun, sem sé nýtt tekjusvið þar sem auglýsingalausnir Símans og dótturfélagsins Billboard muni saman þróa og festa í sessi nútímalegar auglýsingalausnir ásamt frekari nýsköpun þar sem gögn og gervigreind spili stórt hlutverk. Vésteinn Gauti Hauksson sé nýr framkvæmdastjóri auglýsingamiðlunar en hann komi til Símans frá Billboard. Áður hafi Vésteinn starfað sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hafi áratugareynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla. Sjónvarpsefni og markaðsmál í eina sæng Miðlar sé nýtt svið þar sem sjónvarpsefni og markaðsmál sameinist undir stjórn Birkis Ágústssonar, sem taki sæti í framkvæmdastjórn. Sviðið muni stýra framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni, innkaupum á erlendu sjónvarpsefni ásamt því að stýra ásýnd vörumerkis Símans. Nýtt svið muni styrkja Sjónvarp Símans Premium og hefja markaðslega sókn Símans á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði ásamt því að efla sjónvarpsþjónustu Símans í heild sinni fram á við. Birkir hafi leitt innlenda dagskrárgerð hjá Símanum undanfarin ár við góðan orðstír, en starfað áður sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Áður hafi Birkir verið markaðssérfræðingur hjá Símanum og 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Fjármálasvið tekur yfir sjálfbærnimálin Þá segir í tilkynningu að sviðið sjálfbærni og menning hafi verið lagt niður sjálfbærnimál færist til fjármálasviðs en verði áfram unnin þvert á félagið. Flokkunarreglugerð ESB og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf kalli á stórauknar mælingar og upplýsingagjöf, sem fjármálasvið muni leiða. Við þessar breytingar muni Erla Ósk Ásgeirsdóttir láta af störfum hjá Símanum. „Ég geng stolt frá borði. Þetta hafa verið viðburðarrík ár hjá Símanum. Við höfum áorkað miklu saman sem við getum öll verið stolt af og ég óska starfsfólki Símans alls hins besta í framtíðinni enda einstakur mannauður sem starfar hjá Símanum,“ er haft eftir henni. Rökrétt framhald Haft er eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, að breytingarnar séu rökrétt framhald af þeirri þróun fyrirtækisins að leggja aukna áherslu á vöruþróun og þjónustuupplifun. „Ég vil þakka Erlu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir hennar framlag til fyrirtækisins á síðustu árum. Erla hefur leitt stór verkefni innan Símans með góðum árangri, þar með talið endurmörkun vörumerksins, stefnumótunarvinnu og innleiðingu sjálfbærnistjórnkerfis. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.“
Síminn Vistaskipti Sjálfbærni Fjarskipti Tengdar fréttir Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili. 5. september 2024 12:00