„Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:40 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira