Víkingar unnu leikinn 0-3 með mörkum Gísla Gottskálks Þórðarsonar, Valdimars Þórs Ingimundarsonar og Danijels Dejans Djuric.
Leikurinn var vel sóttur en allur ágóði af honum rann til Alzheimer-samtakanna. Málefnið stendur KR nærri en ein mesta goðsögn félagsins, Ellert B. Schram glímir við sjúkdóminn.
Andri Már fór um KR-svæðið á meðan leiknum gegn Víkingi stóð. Hann talaði einnig við vallarstjórann á Meistaravöllum, Magnús Val Böðvarsson, skellti sér á KR-barinn og ræddi við stuðningsmenn liðanna.
Andri gerðist meðal annars svo djarfur að setjast við hliðina á tveimur af hörðustu stuðningsmönnum KR, Kristni Kjærnested og Sigurði Helgasyni.
Innslag Andra Más frá Meistaravöllum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.