Stækkar herinn í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2024 13:07 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi. Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn. TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi. Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“. Sífellt eldri þjóðir Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst. Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst. Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar. One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men... There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire. That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024 Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Síðasta skipun af þessu tagi leit dagsins ljós í desember, þegar Pútín sagði að fjölga ætti atvinnuhermönnum í 1,32 milljónir. Með kvaðmönnum og öðrum á heildarmannafli í herjum Rússlands að vera tæplega 2,4 milljónir, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pútín sagði í júní að um sjö hundruð þúsund hermenn tækju þátt í innrásinni í Úkraínu. Frá því innrásin hófst hafa Rússar framkvæmt eina herkvaðningu en það var um haustið 2022. Þá voru 300 þúsund menn kvaddir í herinn en síðan þá hafa Rússar fyllt upp í raðir sínar með því að laða að sjálfboðaliða með mun hærri launum og bónusgreiðslum en gengur og gerist í Rússlandi. Þessar greiðslur hafa aukist til muna á undanförnum mánuðum, sem sérfræðingar segja til marks um að erfiðara hafi orðið að fá fólk í herinn. TASS fréttaveitan, sem rekin er af rússneska ríkinu, hefur eftir Dmitrí Peskóv, talsmanni Pútíns, að hann hafi gefið þessa skipun vegna þeirra fjölmörgu ógna sem steðja að Rússlandi. Vísaði hann til gífurlegra óvinveitts ástands á vesturlandamærum Rússlands og óstöðugleika á landamærunum í austri. Því hefði verið nauðsynlegt að grípa til „viðeigandi ráðstafana“. Sífellt eldri þjóðir Mannfall hefur verið mikið í Úkraínu frá því innrásin hófst. Vestrænar leyniþjónustur áætla að Rússar hafi misst allt að tvö hundruð þúsund menn og um fjögur hundruð þúsund hafi særst, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal. Þá vísar miðillinn í leynilega greiningu yfirvalda í Úkraínu frá því fyrr á þessu ári, þar sem áætlað var að um áttatíu þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið og um fjögur hundruð þúsund hefðu særst. Mannfall þetta hefur valdið vandamálum fyrir Rússa en hver fallinn hermaður veldur meiri vandræðum fyrir Úkraínumenn, sem hafa ekki aðgang að jafn miklum mannaforða eins og Rússar. Þá hafa um tíu milljónir Úkraínumanna flúið land eða búa á svæðum sem hafa verið hernumin frá því innrásin hófst. Þjóðir bæði Rússlands og Úkraínu hafa elst mjög á undanförnum árum og stefnir í fólksfækkun í báðum ríkjum í framtíðinni. Hér að neðan má sjá útskýringarmynd um aldursskiptingu úkraínsku þjóðarinnar. One of the reasons Zelensky has held back from mobilising young men... There's simply not a lot of them and Ukraine's demographic prospects were already very dire. That's one of the most depressing population pyramid I've ever seen https://t.co/UMWaRlDWdL pic.twitter.com/dldKYRnVbJ— François Valentin (@Valen10Francois) September 17, 2024
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20
Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. 13. september 2024 10:57