Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 08:02 Þorgeir Guðmundsson og Þórður Jónsson spiluðu leikinn með KR við Liverpool á Laugardalsvelli. Vísir/Einar Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR. Englandsmeistarar Liverpool og Íslandsmeistarar KR drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða sumarið 1964 og voru bæði lið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og hefur nýlega fundist myndefni frá þeim leik. Annars vegar upptaka úr úr safni feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Það myndefni rataði til Liverpool og deildi félagið hluta þess á miðlum sínum í gær. Hins vegar er filma úr dánarbúi Ólafs H Torfasonar. Vildu byrja leikinn upp á nýtt Í liði KR í leiknum voru ungir menn að nafni Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikil spenna var fyrir leiknum og voru yfir tíu þúsund manns í stúkunni á ágústkvöldi í Reykjavík. Þeir félagar halda vel utan um leikskrárnar frá leikjunum tveimur, sem eru í furðu góðu ástandi.Vísir/Einar Þeir Þorgeir og Þórður fengu í gær að sjá myndefni frá leiknum í fyrsta sinn. Um er að ræða efni úr tveimur áttum og má sjá efnið í heild hér að neðan. Fyrra myndskeiðið er frá Kvikmyndasafni Íslands, úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Klippa: KR - Liverpool árið 1964 Seinni upptakan er úr smiðju Ólafs H. Torfasonar sem var 16 ára gamall KR-ingur þegar hann tók upp efnið. Hann starfaði seinna meðal annars sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2. Filman fannst í dánarbúi hans. Klippa: KR - Liverpool frá Ólafi H. Torfasyni „Það er alveg frábært að sjá þetta. Ég tók eftir því sérstaklega - sem Þórður minntist á áðan - þegar var verið að skora og Bjarni Fel botnar ekki neitt í neinu,“ segir Þorgeir kátur. „Þetta rifjar upp þetta fallega sumarkvöld. Ótrúlega fallegt, með tíu þúsund manns á vellinum. En þeir þurftu nú ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, ég held það hafi liðið þrjár mínútur. Þeir voru fljótir að ná í myndefnið,“ segir Þórður. „Já, bað ekki Svenni [Sveinn Jónsson, liðsfélagi þeirra í KR] dómarann að byrja leikinn upp á nýtt? Við vorum ekki klárir í þetta,“ segir Þorgeir. Vissi meira um Púllarana en þeir sjálfir Þrátt fyrir að fótboltaefni hafi ekki verið nærri eins aðgengilegt þá og það er í dag voru einhverjir í KR-liðinu sem þekktu vel til stjarna í Liverpool-liðinu á við Roger Hunt og Ian Callaghan. Það var þökk sé útvarpssendingum breska ríkisútvarpsins, BBC. Takkaskórnir sem Þorgeir lék í gegn Liverpool á Laugardalsvelli 1964 eru enn í heilu lagi.Vísir/Einar „Einhver sagði nú að einn af okkar eldri leikmönnum, Gunnar Guðmarsson, sem var nú búinn að fylgjast með ensku knattspyrnunni í 20 ár á þessum tíma, að hann vissi meira um Liverpool-mennina en þeir sjálfir,“ segir Þórður og hlær. Stuðningmenn Liverpool fögnuðu marki Gunnars Liverpool vann leikinn í Reykjavík 5-0 þann 17. ágúst 1964, en ekki var minni upplifun fyrir KR-inga að fara í ferð til Liverpoolborgar og spila á Anfield Road mánuði síðar. Þar með urðu þeir hluti fyrsta erlenda liðsins til að spila opinberan leik í borginni. Eiginkonur KR-inga voru með í för og hlutu einnig athygli blaðamanna á staðnum.Mynd/KR „Það var náttúrulega mikið ævintýri og margt nýtt fyrir okkur þar. Við spiluðum fyrir framan mikinn áhorfendafjölda, 30 þúsund líklega. Í flóðljósum, sem fæstir okkar höfðu prófað áður. Svo var hávaðinn, lætin og stemningin eftir því,“ segir Þórður. Gunnar Felixson skoraði mark KR-inga í 6-1 tapi á Anfield þann 14. september 1964 og tóku ensku stuðningsmennirnir vel í mark hans. „Ég man það þegar Gunni Fel skoraði, þá öskruðu þeir hærra og meira en þegar Púllararnir skoruðu. Þeir kölluðu þá: Reykjavík, Reykjavík!“ segir Þorgeir. Leikmenn og fulltrúar KR fengu boð í borgarstjórabústaðinn. Þáverandi borgastjóri Liverpool-borgar Louis Caplan tók þar á móti fyrsta erlenda fótboltaliðinu sem lék þar í borg.Mynd/KR Mistóku Svein Jónsson fyrir Mick Jagger Ekki skemmdi fyrir að KR-ingarnir deildu hóteli með einni frægustu hljómsveit heims. „Það var líka ein hljómsveit á hótelinu með okkur, Rolling Stones. Við borðuðum morgunmat á borðinu við hliðina á þeim,“ segir Þorgeir. „Það er annað ævintýri í þessu að vera með þá kappa með sér á hótelinu,“ bætir Þórður við. „Þegar Svenni Jóns fór út á svalirnar í herberginu voru stelpurnar gargandi fyrir neðan. Þær héldu að hann væri Mick Jagger,“ segir Þorgeir. Margar skemmtilegar sögur rifjast upp af leiknum hér heima en ekki síður þeim úti í Liverpool. Þorgeir Guðmundsson Þórður JónssonVísir/Einar Leikmenn KR á leið upp í flugvél fyrir brottför til Liverpool fyrir 60 árum. Sjö úr KR-liðinu fara aftur til borgarinnar um helgina til að halda upp á áfangann.Mynd/KR Þeir félagar, Þorgeir og Þórður, ætla ásamt fleirum að halda upp á 60 ára áfangann um helgina. Haldið verður í ferð til Liverpool á föstudag. Alls fara sjö úr KR-liðinu frá 1964 til Liverpool auk um 30 annarra KR-inga og Púllara. Þar munu þeir sjá leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KR Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool og Íslandsmeistarar KR drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða sumarið 1964 og voru bæði lið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og hefur nýlega fundist myndefni frá þeim leik. Annars vegar upptaka úr úr safni feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Það myndefni rataði til Liverpool og deildi félagið hluta þess á miðlum sínum í gær. Hins vegar er filma úr dánarbúi Ólafs H Torfasonar. Vildu byrja leikinn upp á nýtt Í liði KR í leiknum voru ungir menn að nafni Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikil spenna var fyrir leiknum og voru yfir tíu þúsund manns í stúkunni á ágústkvöldi í Reykjavík. Þeir félagar halda vel utan um leikskrárnar frá leikjunum tveimur, sem eru í furðu góðu ástandi.Vísir/Einar Þeir Þorgeir og Þórður fengu í gær að sjá myndefni frá leiknum í fyrsta sinn. Um er að ræða efni úr tveimur áttum og má sjá efnið í heild hér að neðan. Fyrra myndskeiðið er frá Kvikmyndasafni Íslands, úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Klippa: KR - Liverpool árið 1964 Seinni upptakan er úr smiðju Ólafs H. Torfasonar sem var 16 ára gamall KR-ingur þegar hann tók upp efnið. Hann starfaði seinna meðal annars sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2. Filman fannst í dánarbúi hans. Klippa: KR - Liverpool frá Ólafi H. Torfasyni „Það er alveg frábært að sjá þetta. Ég tók eftir því sérstaklega - sem Þórður minntist á áðan - þegar var verið að skora og Bjarni Fel botnar ekki neitt í neinu,“ segir Þorgeir kátur. „Þetta rifjar upp þetta fallega sumarkvöld. Ótrúlega fallegt, með tíu þúsund manns á vellinum. En þeir þurftu nú ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, ég held það hafi liðið þrjár mínútur. Þeir voru fljótir að ná í myndefnið,“ segir Þórður. „Já, bað ekki Svenni [Sveinn Jónsson, liðsfélagi þeirra í KR] dómarann að byrja leikinn upp á nýtt? Við vorum ekki klárir í þetta,“ segir Þorgeir. Vissi meira um Púllarana en þeir sjálfir Þrátt fyrir að fótboltaefni hafi ekki verið nærri eins aðgengilegt þá og það er í dag voru einhverjir í KR-liðinu sem þekktu vel til stjarna í Liverpool-liðinu á við Roger Hunt og Ian Callaghan. Það var þökk sé útvarpssendingum breska ríkisútvarpsins, BBC. Takkaskórnir sem Þorgeir lék í gegn Liverpool á Laugardalsvelli 1964 eru enn í heilu lagi.Vísir/Einar „Einhver sagði nú að einn af okkar eldri leikmönnum, Gunnar Guðmarsson, sem var nú búinn að fylgjast með ensku knattspyrnunni í 20 ár á þessum tíma, að hann vissi meira um Liverpool-mennina en þeir sjálfir,“ segir Þórður og hlær. Stuðningmenn Liverpool fögnuðu marki Gunnars Liverpool vann leikinn í Reykjavík 5-0 þann 17. ágúst 1964, en ekki var minni upplifun fyrir KR-inga að fara í ferð til Liverpoolborgar og spila á Anfield Road mánuði síðar. Þar með urðu þeir hluti fyrsta erlenda liðsins til að spila opinberan leik í borginni. Eiginkonur KR-inga voru með í för og hlutu einnig athygli blaðamanna á staðnum.Mynd/KR „Það var náttúrulega mikið ævintýri og margt nýtt fyrir okkur þar. Við spiluðum fyrir framan mikinn áhorfendafjölda, 30 þúsund líklega. Í flóðljósum, sem fæstir okkar höfðu prófað áður. Svo var hávaðinn, lætin og stemningin eftir því,“ segir Þórður. Gunnar Felixson skoraði mark KR-inga í 6-1 tapi á Anfield þann 14. september 1964 og tóku ensku stuðningsmennirnir vel í mark hans. „Ég man það þegar Gunni Fel skoraði, þá öskruðu þeir hærra og meira en þegar Púllararnir skoruðu. Þeir kölluðu þá: Reykjavík, Reykjavík!“ segir Þorgeir. Leikmenn og fulltrúar KR fengu boð í borgarstjórabústaðinn. Þáverandi borgastjóri Liverpool-borgar Louis Caplan tók þar á móti fyrsta erlenda fótboltaliðinu sem lék þar í borg.Mynd/KR Mistóku Svein Jónsson fyrir Mick Jagger Ekki skemmdi fyrir að KR-ingarnir deildu hóteli með einni frægustu hljómsveit heims. „Það var líka ein hljómsveit á hótelinu með okkur, Rolling Stones. Við borðuðum morgunmat á borðinu við hliðina á þeim,“ segir Þorgeir. „Það er annað ævintýri í þessu að vera með þá kappa með sér á hótelinu,“ bætir Þórður við. „Þegar Svenni Jóns fór út á svalirnar í herberginu voru stelpurnar gargandi fyrir neðan. Þær héldu að hann væri Mick Jagger,“ segir Þorgeir. Margar skemmtilegar sögur rifjast upp af leiknum hér heima en ekki síður þeim úti í Liverpool. Þorgeir Guðmundsson Þórður JónssonVísir/Einar Leikmenn KR á leið upp í flugvél fyrir brottför til Liverpool fyrir 60 árum. Sjö úr KR-liðinu fara aftur til borgarinnar um helgina til að halda upp á áfangann.Mynd/KR Þeir félagar, Þorgeir og Þórður, ætla ásamt fleirum að halda upp á 60 ára áfangann um helgina. Haldið verður í ferð til Liverpool á föstudag. Alls fara sjö úr KR-liðinu frá 1964 til Liverpool auk um 30 annarra KR-inga og Púllara. Þar munu þeir sjá leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KR Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira